Fótbolti

Ajax skaut púðurskotum gegn botnliðinu

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. vísir/getty
Ajax mistókst að komast á topp hollensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið missteig sig gegn botnliði deildarinnar, RKC Waalwijk.

Þrátt fyrir mikinn sóknarþunga á heimavelli tókst leikmönnum Ajax ekki að koma boltanum yfir línuna.

Kolbeinn var í byrjunarliði Ajax en gekk ekkert að skora frekar en félögum hans. Hann var síðan tekinn af velli er 20 mínútur lifðu leiks.

Mikil vonbrigði á Amsterdam ArenA í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×