Innlent

Sluppu ómeidd eftir bílveltu ofan í Þjórsá

Þrír Íslendingar voru í bílnum en lögreglan á Selfossi segir það ótrúlegt að fólkið hafi sloppið ómeitt.
Þrír Íslendingar voru í bílnum en lögreglan á Selfossi segir það ótrúlegt að fólkið hafi sloppið ómeitt.
Mikil mildi þykir að ekki fór verr þegar bíll valt þrjár veltur af Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi og endaði ofan í Þjórsá.

Þrennt var í bílnum og er hann gerónýtur en lögreglan á Selfossi segir það ótrúlegt að fólkið hafi sloppið, að því er virðist, alveg ómeitt eftir velturnar. 

Dagurinn hefur verið nokkuð annasamur hjá lögreglunni á Selfossi en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag varð etanól sprenging í Hveragerði rétt fyrir fimm í dag með þeim afleiðingum að sjö manns brenndust, þar af tveir með annars stigs bruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×