Nýfarinn frá foreldrum sínum með átta mánaða gamalt barn sitt þegar sprengingin varð Elimar Hauksson skrifar 26. október 2013 20:30 Fjölmennt lögreglu- og sjúkralið kom á staðinn í dag en ljósmyndari sunnlenska tók þessa mynd af vettvangi í Hveragerði. mynd/sunnlenska Hafþór Örn Stefánsson, sonur hjónanna sem lentu í etanól-sprengingunni í Hveragerði í dag, segist hafa verið nýfarinn frá foreldrum sínum þegar sprengingin varð. Sjö manns voru í húsinu þegar etanól arinn sprakk eins og frá var greint á Vísi fyrr í dag. „Ég var nýkominn heim til bróður míns. Ég og konan mín höfðum verið í heimsókn hjá foreldrum mínum með átta mánaða gamalt barn okkar. Ég heyrði í sjúkrabílum og lögreglubílum keyra hérna inn næstu götu og sé að þeir eru allir hjá húsi foreldra minna. Þegar ég kom þangað var allur eldurinn slokknaður en fólkið leit ekki vel út. Það var mikið stress og hræðsla í húsinu,“ segir Hafþór. Aðspurður um gerð arinsins sagðist Hafþór ekki vera viss en að hann hafi nýlega verið settur upp og notaður nokkrum sinnum án þess að nokkuð hafi verið að. „Þetta eru þrír hólkar sem etanólinu er hellt ofan í. Ég las í lögregluskýrslunni áðan að þeir telja að það hafi lekið etanól framhjá og síðan myndast gas þegar það hitnaði undir hólkunum. Þeir sprungu síðan upp og etanólið fór yfir allt fólkið,“ segir Hafþór. Hann segir rannsóknarlögreglumenn hafa komið og fjarlægt arininn sem olli sprengingunni og nú sé beðið eftir hreingerningarteymi frá tryggingafélagi foreldra hans. Hann segir fólki brugðið en að þetta sé allt að koma til. „Ég heyrði í föður mínum áðan og þetta er allt að róast. Þau sem fóru til aðhlynningar á Selfoss fá líklega að koma heim í kvöld en bróðir minn og sonur hans hlutu annars stigs bruna og þeir verða eitthvað áfram á spítalanum í Reykjavík,“ segir Hafþór. Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Hafþór Örn Stefánsson, sonur hjónanna sem lentu í etanól-sprengingunni í Hveragerði í dag, segist hafa verið nýfarinn frá foreldrum sínum þegar sprengingin varð. Sjö manns voru í húsinu þegar etanól arinn sprakk eins og frá var greint á Vísi fyrr í dag. „Ég var nýkominn heim til bróður míns. Ég og konan mín höfðum verið í heimsókn hjá foreldrum mínum með átta mánaða gamalt barn okkar. Ég heyrði í sjúkrabílum og lögreglubílum keyra hérna inn næstu götu og sé að þeir eru allir hjá húsi foreldra minna. Þegar ég kom þangað var allur eldurinn slokknaður en fólkið leit ekki vel út. Það var mikið stress og hræðsla í húsinu,“ segir Hafþór. Aðspurður um gerð arinsins sagðist Hafþór ekki vera viss en að hann hafi nýlega verið settur upp og notaður nokkrum sinnum án þess að nokkuð hafi verið að. „Þetta eru þrír hólkar sem etanólinu er hellt ofan í. Ég las í lögregluskýrslunni áðan að þeir telja að það hafi lekið etanól framhjá og síðan myndast gas þegar það hitnaði undir hólkunum. Þeir sprungu síðan upp og etanólið fór yfir allt fólkið,“ segir Hafþór. Hann segir rannsóknarlögreglumenn hafa komið og fjarlægt arininn sem olli sprengingunni og nú sé beðið eftir hreingerningarteymi frá tryggingafélagi foreldra hans. Hann segir fólki brugðið en að þetta sé allt að koma til. „Ég heyrði í föður mínum áðan og þetta er allt að róast. Þau sem fóru til aðhlynningar á Selfoss fá líklega að koma heim í kvöld en bróðir minn og sonur hans hlutu annars stigs bruna og þeir verða eitthvað áfram á spítalanum í Reykjavík,“ segir Hafþór.
Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira