Orlando Bloom, sem er hvað best þekktur fyrir leik sinn í Pirates of the Caribbean, er skilinn við eiginkonu sína til þriggja ára, fyrirsætuna Miröndu Kerr.
Talsmaður leikarans staðfesti fregnirnar í samtali við E-News.
Hann bætti við að parið hafi verið skilið að borði og sæng í nokkra mánuði, en að nú sé endanlega búið að ganga frá skilnaðnum.
