Innlent

Verðlaun veitt í hönnunarsamkeppni um Öskjuhlíð

Hanna Rún sverrisdóttir skrifar
Í vinningstillögunni er útsýnispallur út úr Öskjuhlíðinni.
Í vinningstillögunni er útsýnispallur út úr Öskjuhlíðinni.
Arkitektastofan Landslag hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar. Verlaunin voru afhent í gær. Í verðlaun voru tvær milljónir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Umhverfis– og skipulagssvið Reykjavíkurborgar efndi til hugmyndasamkeppninnar í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA

Tilgangurinn með samkeppninni var að fá hugmyndir að framtíðarþróun Öskjuhlíðarsvæðisins sem stuðlar að fjölbreyttri notkun þess og aðlögun að aðliggjandi svæðum og leitt geti til endurskoðunar á deiliskipulagi einstakra reita.

Í niðurstöðu dómnefndar segir meðal annars tillagan sé metnaðarfull með skýrri hugmynd þar sem geislar út frá Perlunni tengja hana við Öskjuhlíðina og nærumhverfið, þannig að svæðið verði öruggara og aðgengilegra öllum. Höfundar tillögunnar sýni mikið næmi fyrir gróðri og náttúruupplifun.

Í öðru sæti var Garðar Snæbjörnsson, arkitekt AÍ. Í niðurstöðu dómnefndar um þá hugmynd segir að í tillögunni sé mikil áhersla lögð á vestursvæðið, þar sem hugað er vel að hugsanlegri þróun byggðar til vesturs. Verðlaunin eru rúm ein milljón fyrir annað sætið.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×