Innlent

Grænlendingar gera risastóran samning um námuvinnslu

Grænlenska heimastjórnin hefur samið við breska námafyrirtækið London Mining, um rétt til að vinna járngrýti á Grænlandi. Samningurinn er til 30 ára og segir ráðherra iðnaðarmála í heimastjórninni í samtali við breska ríkisútvarpið að um sé að ræða stærsta verkefni sem ráðist hafi verið í í sögu Grænlands.

Gagnrýnisraddir hafa þó heyrst sem segja námuna afar óumhverfisvæna auk þess sem margir eru ósáttir við að námafyrirtækið hyggst flytja inn þrjúþúsund verkamenn, aðallega Kínverja, til að vinna við námugröftinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×