Enski boltinn

Poyet: Þurfum að mynda gott samband við stuðningsmennina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gus Poyet
Gus Poyet nordicphotos/getty
Gus Poyet , nýráðinn knattspyrnustjóri Sunderland, ætlar að sanna sig fyrir aðdáendum klúbbsins með góðum árangri.

Gus Poyet gerði í morgun tveggja ára samning við félagið eftir að Paolo di Danio var rekinn á dögunum.

„Ég hlakka til að fá að sanna mig með liðinu,“ sagði Poyet á vefsíðu félagsins.

„Svo að lið séu með gott sigurhlutfall á heimavelli verður að vera gott samband milli þjálfara og leikmanna með stuðningsmönnum félagsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×