Ákvað að sleppa mér alveg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2013 06:00 Aron Einar hefur aðeins misst af einum leik með Cardiff í deildinni í vetur. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í 32 leikjum og komið tíu sinnum inn á. Auk markanna átta hefur hann lagt upp sex fyrir félaga sína. Nordic Photos / Getty Images Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð í vikunni. Landsliðsfyrirliðinn hefur aldrei leikið betur og segist tilbúinn að spila fótbolta með þeim bestu. Cardiff tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Charlton á heimavelli á miðvikudaginn. Í leikslok brutust út mikil fagnaðarlæti og í klefanum reif Aron Einar sig úr að ofan og steig trylltan stríðsdans. „Þetta var upplifun sem ég reyndi að njóta sem mest. Maður veit að svona gerist ekki oft á ferlinum. Ég ákvað að njóta þess og sleppa mér alveg,“ segir Aron Einar. Hann segir afar gaman að hafa tryggt sér sætið á heimavelli enda hafi áhorfendur liðsins gengið í gegnum ýmislegt á leiktíðinni. Ber þar hæst að liðið sem áður var kennt við bláan lit klæðist nú rauðum treyjum. „Það var sætt fyrir þá að geta hlaupið inn á völlinn og fagnað með okkur strákunum.“ Meiri fagmennska á milli leikjaAron Einar fagnar sæti í ensku úrvalsdeildinni í vikunni.Mynd/TwitterÍ Championship-deildinni spila liðin 46 leiki á leiktíðinni en til samanburðar eru leikirnir 38 í ensku úrvalsdeildinni. Álagið er því mikið og oft mikið um sviptingar hjá liðunum. Svo var ekki hjá Cardiff en gengi liðsins hefur verið ótrúlega stöðugt. „Liðsandinn er frábær og þegar við höfum átt slaka leiki höfum við rifið okkur upp í næsta leik,“ segir Aron Einar. Hann bendir á að liðið hafi haldið hreinu í sautján leikjum á tímabilinu og minnir á að liðið hafi stóran og breiðan hóp. Lykilmenn frá því í fyrra hafi til að mynda þurft að dvelja mikið á bekknum í vetur. Sú hefur þó ekki verið raunin með Aron Einar og reynsluboltann Heiðar Helguson sem hafa verið í aðalhlutverki á tímabilinu. Aron Einar segir tímabilið í ár hans besta frá upphafi. Miðjumaðurinn 23 ára hefur skorað átta mörk í 42 leikjum og segist hafa aukið fagmennskuna hjá sér utan vallar. Hvíldin skipti miklu máli. „Ég sef mikið og borða rétt. Það skiptir öllu máli. Þótt ég sé bara 23 ára er ég ekkert að yngjast. Tímabilið er langt og núna finnur maður hve miklu lengri tíma það tekur að jafna sig á milli leikja. Ætlar sér tíu mörkAron Einar er samningsbundinn Cardiff til ársins 2016.Aron er að ljúka sínu öðru tímabili hjá Cardiff en árin þrjú á undan spilaði hann með Coventry. Leikirnir í Championship-deildinni eru orðnir 206 en nú segist hann klár í úrvalsdeildina. „Ég hef tekið þetta í þrepum og held að það hafi verið skynsamlegt,“ segir Akureyringurinn sem hóf atvinnumannaferil sinn hjá AZ Alkmaar í Hollandi árið 2006. Hann segir töluverðan mun á úrvalsdeildinni þar sem leikmenn fái meiri tíma til að athafna sig og Championship-deildinni þar sem pressað er hátt á vellinum allan liðlangan leikinn. Gæðin séu þó auðvitað meiri í úrvalsdeildinni. „Við erum klárir í úrvalsdeildina en ég veit að eigandinn og þjálfarinn vilja styrkja hópinn. Það er ljóst að einhverjir leikmenn munu koma til Cardiff í sumar,“ segir Aron. Fyrst sé hins vegar markmiðið að tryggja sér sigurinn í deildinni. Reyndar er líklegra að svín fljúgi en að Cardiff vinni ekki deildina en auk þess hefur Þórsarinn persónulegt markmið sem hann hefur þrjá leiki til að ná. „Vonandi næ ég þessum tíu mörkum sem ég setti sem markmið fyrir tímabilið. Það væri stemmari.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Kominn í 200 leikja klúbbinnAron Einar er markahæsti leikmaður Cardiff á leiktíðinni ásamt Heiðari Helgusyni og Peter Whittingham. Þeir hafa allir skorað átta mörk í deildinni.Nordicphotos/AFPAron Einar Gunnarsson hefur náð að spila meira en 200 deildarleiki í þremur löndum – þar af langflesta í Englandi. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir deildarleiki Arons á ferlinum en þess má geta að þegar allar keppnir eru teknar með hefur Aron spilað samtals 249 leiki. Þór, Akureyri (2005-6) 11 leikir/0 mörk AZ Alkmaar (2006-8) 1 leikur/0 mörk Coventry (2008-2011) 122 leikir/6 mörk Cardiff City (2011-) 83 leikir/12 mörk Samtals 218 leikir/18 mörk Enski boltinn Tengdar fréttir Cardiff upp í ensku úrvalsdeildina Aron Einar Gunnarsson, Heiðar Helguson og félagar þeirra í Cardiff tryggðu sér í kvöld sæti í ensku úrvalsdeildinni er liðið gerði markalaust jafntefli við Charlton á heimavelli. 16. apríl 2013 21:00 Aron fór fyrir dansinum Cardiff City tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudagskvöldið eftir markalaust jafntefli á heimavelli gegn Charlton. Áfanganum var vel fagnað af leikmönnum liðsins. 18. apríl 2013 15:00 Aron, Heiðar og félagar gætu búið til 5000 ný störf í Cardiff Cardiff City getur í kvöld tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið þarf aðeins að ná í eitt stig út úr leik sínum á móti Charlton Athletic til þess að komast í hóp bestu liða Englands í fyrsta sinn í 53 ár. 16. apríl 2013 17:30 Cardiff City fær 25 milljónir punda í nýja leikmenn Vincent Tan, eigandi velska liðsins Cardiff City sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær, hefur gefið það út að knattspyrnustjórinn Malky Mackay fá að eyða 25 milljónum punda í nýja leikmenn fyrir næsta tímabil. 17. apríl 2013 08:15 Aron Einar í viðtali á Sky Sports Aron Einar Gunnarsson er í viðtali á Sky Sports í dag en hann og félagar hans í Cardiff City tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með því að gera jafntefli við Charlton í ensku b-deildinni í gærkvöldi. 17. apríl 2013 13:00 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð í vikunni. Landsliðsfyrirliðinn hefur aldrei leikið betur og segist tilbúinn að spila fótbolta með þeim bestu. Cardiff tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Charlton á heimavelli á miðvikudaginn. Í leikslok brutust út mikil fagnaðarlæti og í klefanum reif Aron Einar sig úr að ofan og steig trylltan stríðsdans. „Þetta var upplifun sem ég reyndi að njóta sem mest. Maður veit að svona gerist ekki oft á ferlinum. Ég ákvað að njóta þess og sleppa mér alveg,“ segir Aron Einar. Hann segir afar gaman að hafa tryggt sér sætið á heimavelli enda hafi áhorfendur liðsins gengið í gegnum ýmislegt á leiktíðinni. Ber þar hæst að liðið sem áður var kennt við bláan lit klæðist nú rauðum treyjum. „Það var sætt fyrir þá að geta hlaupið inn á völlinn og fagnað með okkur strákunum.“ Meiri fagmennska á milli leikjaAron Einar fagnar sæti í ensku úrvalsdeildinni í vikunni.Mynd/TwitterÍ Championship-deildinni spila liðin 46 leiki á leiktíðinni en til samanburðar eru leikirnir 38 í ensku úrvalsdeildinni. Álagið er því mikið og oft mikið um sviptingar hjá liðunum. Svo var ekki hjá Cardiff en gengi liðsins hefur verið ótrúlega stöðugt. „Liðsandinn er frábær og þegar við höfum átt slaka leiki höfum við rifið okkur upp í næsta leik,“ segir Aron Einar. Hann bendir á að liðið hafi haldið hreinu í sautján leikjum á tímabilinu og minnir á að liðið hafi stóran og breiðan hóp. Lykilmenn frá því í fyrra hafi til að mynda þurft að dvelja mikið á bekknum í vetur. Sú hefur þó ekki verið raunin með Aron Einar og reynsluboltann Heiðar Helguson sem hafa verið í aðalhlutverki á tímabilinu. Aron Einar segir tímabilið í ár hans besta frá upphafi. Miðjumaðurinn 23 ára hefur skorað átta mörk í 42 leikjum og segist hafa aukið fagmennskuna hjá sér utan vallar. Hvíldin skipti miklu máli. „Ég sef mikið og borða rétt. Það skiptir öllu máli. Þótt ég sé bara 23 ára er ég ekkert að yngjast. Tímabilið er langt og núna finnur maður hve miklu lengri tíma það tekur að jafna sig á milli leikja. Ætlar sér tíu mörkAron Einar er samningsbundinn Cardiff til ársins 2016.Aron er að ljúka sínu öðru tímabili hjá Cardiff en árin þrjú á undan spilaði hann með Coventry. Leikirnir í Championship-deildinni eru orðnir 206 en nú segist hann klár í úrvalsdeildina. „Ég hef tekið þetta í þrepum og held að það hafi verið skynsamlegt,“ segir Akureyringurinn sem hóf atvinnumannaferil sinn hjá AZ Alkmaar í Hollandi árið 2006. Hann segir töluverðan mun á úrvalsdeildinni þar sem leikmenn fái meiri tíma til að athafna sig og Championship-deildinni þar sem pressað er hátt á vellinum allan liðlangan leikinn. Gæðin séu þó auðvitað meiri í úrvalsdeildinni. „Við erum klárir í úrvalsdeildina en ég veit að eigandinn og þjálfarinn vilja styrkja hópinn. Það er ljóst að einhverjir leikmenn munu koma til Cardiff í sumar,“ segir Aron. Fyrst sé hins vegar markmiðið að tryggja sér sigurinn í deildinni. Reyndar er líklegra að svín fljúgi en að Cardiff vinni ekki deildina en auk þess hefur Þórsarinn persónulegt markmið sem hann hefur þrjá leiki til að ná. „Vonandi næ ég þessum tíu mörkum sem ég setti sem markmið fyrir tímabilið. Það væri stemmari.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Kominn í 200 leikja klúbbinnAron Einar er markahæsti leikmaður Cardiff á leiktíðinni ásamt Heiðari Helgusyni og Peter Whittingham. Þeir hafa allir skorað átta mörk í deildinni.Nordicphotos/AFPAron Einar Gunnarsson hefur náð að spila meira en 200 deildarleiki í þremur löndum – þar af langflesta í Englandi. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir deildarleiki Arons á ferlinum en þess má geta að þegar allar keppnir eru teknar með hefur Aron spilað samtals 249 leiki. Þór, Akureyri (2005-6) 11 leikir/0 mörk AZ Alkmaar (2006-8) 1 leikur/0 mörk Coventry (2008-2011) 122 leikir/6 mörk Cardiff City (2011-) 83 leikir/12 mörk Samtals 218 leikir/18 mörk
Enski boltinn Tengdar fréttir Cardiff upp í ensku úrvalsdeildina Aron Einar Gunnarsson, Heiðar Helguson og félagar þeirra í Cardiff tryggðu sér í kvöld sæti í ensku úrvalsdeildinni er liðið gerði markalaust jafntefli við Charlton á heimavelli. 16. apríl 2013 21:00 Aron fór fyrir dansinum Cardiff City tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudagskvöldið eftir markalaust jafntefli á heimavelli gegn Charlton. Áfanganum var vel fagnað af leikmönnum liðsins. 18. apríl 2013 15:00 Aron, Heiðar og félagar gætu búið til 5000 ný störf í Cardiff Cardiff City getur í kvöld tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið þarf aðeins að ná í eitt stig út úr leik sínum á móti Charlton Athletic til þess að komast í hóp bestu liða Englands í fyrsta sinn í 53 ár. 16. apríl 2013 17:30 Cardiff City fær 25 milljónir punda í nýja leikmenn Vincent Tan, eigandi velska liðsins Cardiff City sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær, hefur gefið það út að knattspyrnustjórinn Malky Mackay fá að eyða 25 milljónum punda í nýja leikmenn fyrir næsta tímabil. 17. apríl 2013 08:15 Aron Einar í viðtali á Sky Sports Aron Einar Gunnarsson er í viðtali á Sky Sports í dag en hann og félagar hans í Cardiff City tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með því að gera jafntefli við Charlton í ensku b-deildinni í gærkvöldi. 17. apríl 2013 13:00 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjá meira
Cardiff upp í ensku úrvalsdeildina Aron Einar Gunnarsson, Heiðar Helguson og félagar þeirra í Cardiff tryggðu sér í kvöld sæti í ensku úrvalsdeildinni er liðið gerði markalaust jafntefli við Charlton á heimavelli. 16. apríl 2013 21:00
Aron fór fyrir dansinum Cardiff City tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudagskvöldið eftir markalaust jafntefli á heimavelli gegn Charlton. Áfanganum var vel fagnað af leikmönnum liðsins. 18. apríl 2013 15:00
Aron, Heiðar og félagar gætu búið til 5000 ný störf í Cardiff Cardiff City getur í kvöld tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið þarf aðeins að ná í eitt stig út úr leik sínum á móti Charlton Athletic til þess að komast í hóp bestu liða Englands í fyrsta sinn í 53 ár. 16. apríl 2013 17:30
Cardiff City fær 25 milljónir punda í nýja leikmenn Vincent Tan, eigandi velska liðsins Cardiff City sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær, hefur gefið það út að knattspyrnustjórinn Malky Mackay fá að eyða 25 milljónum punda í nýja leikmenn fyrir næsta tímabil. 17. apríl 2013 08:15
Aron Einar í viðtali á Sky Sports Aron Einar Gunnarsson er í viðtali á Sky Sports í dag en hann og félagar hans í Cardiff City tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með því að gera jafntefli við Charlton í ensku b-deildinni í gærkvöldi. 17. apríl 2013 13:00