Ákvað að sleppa mér alveg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2013 06:00 Aron Einar hefur aðeins misst af einum leik með Cardiff í deildinni í vetur. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í 32 leikjum og komið tíu sinnum inn á. Auk markanna átta hefur hann lagt upp sex fyrir félaga sína. Nordic Photos / Getty Images Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð í vikunni. Landsliðsfyrirliðinn hefur aldrei leikið betur og segist tilbúinn að spila fótbolta með þeim bestu. Cardiff tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Charlton á heimavelli á miðvikudaginn. Í leikslok brutust út mikil fagnaðarlæti og í klefanum reif Aron Einar sig úr að ofan og steig trylltan stríðsdans. „Þetta var upplifun sem ég reyndi að njóta sem mest. Maður veit að svona gerist ekki oft á ferlinum. Ég ákvað að njóta þess og sleppa mér alveg,“ segir Aron Einar. Hann segir afar gaman að hafa tryggt sér sætið á heimavelli enda hafi áhorfendur liðsins gengið í gegnum ýmislegt á leiktíðinni. Ber þar hæst að liðið sem áður var kennt við bláan lit klæðist nú rauðum treyjum. „Það var sætt fyrir þá að geta hlaupið inn á völlinn og fagnað með okkur strákunum.“ Meiri fagmennska á milli leikjaAron Einar fagnar sæti í ensku úrvalsdeildinni í vikunni.Mynd/TwitterÍ Championship-deildinni spila liðin 46 leiki á leiktíðinni en til samanburðar eru leikirnir 38 í ensku úrvalsdeildinni. Álagið er því mikið og oft mikið um sviptingar hjá liðunum. Svo var ekki hjá Cardiff en gengi liðsins hefur verið ótrúlega stöðugt. „Liðsandinn er frábær og þegar við höfum átt slaka leiki höfum við rifið okkur upp í næsta leik,“ segir Aron Einar. Hann bendir á að liðið hafi haldið hreinu í sautján leikjum á tímabilinu og minnir á að liðið hafi stóran og breiðan hóp. Lykilmenn frá því í fyrra hafi til að mynda þurft að dvelja mikið á bekknum í vetur. Sú hefur þó ekki verið raunin með Aron Einar og reynsluboltann Heiðar Helguson sem hafa verið í aðalhlutverki á tímabilinu. Aron Einar segir tímabilið í ár hans besta frá upphafi. Miðjumaðurinn 23 ára hefur skorað átta mörk í 42 leikjum og segist hafa aukið fagmennskuna hjá sér utan vallar. Hvíldin skipti miklu máli. „Ég sef mikið og borða rétt. Það skiptir öllu máli. Þótt ég sé bara 23 ára er ég ekkert að yngjast. Tímabilið er langt og núna finnur maður hve miklu lengri tíma það tekur að jafna sig á milli leikja. Ætlar sér tíu mörkAron Einar er samningsbundinn Cardiff til ársins 2016.Aron er að ljúka sínu öðru tímabili hjá Cardiff en árin þrjú á undan spilaði hann með Coventry. Leikirnir í Championship-deildinni eru orðnir 206 en nú segist hann klár í úrvalsdeildina. „Ég hef tekið þetta í þrepum og held að það hafi verið skynsamlegt,“ segir Akureyringurinn sem hóf atvinnumannaferil sinn hjá AZ Alkmaar í Hollandi árið 2006. Hann segir töluverðan mun á úrvalsdeildinni þar sem leikmenn fái meiri tíma til að athafna sig og Championship-deildinni þar sem pressað er hátt á vellinum allan liðlangan leikinn. Gæðin séu þó auðvitað meiri í úrvalsdeildinni. „Við erum klárir í úrvalsdeildina en ég veit að eigandinn og þjálfarinn vilja styrkja hópinn. Það er ljóst að einhverjir leikmenn munu koma til Cardiff í sumar,“ segir Aron. Fyrst sé hins vegar markmiðið að tryggja sér sigurinn í deildinni. Reyndar er líklegra að svín fljúgi en að Cardiff vinni ekki deildina en auk þess hefur Þórsarinn persónulegt markmið sem hann hefur þrjá leiki til að ná. „Vonandi næ ég þessum tíu mörkum sem ég setti sem markmið fyrir tímabilið. Það væri stemmari.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Kominn í 200 leikja klúbbinnAron Einar er markahæsti leikmaður Cardiff á leiktíðinni ásamt Heiðari Helgusyni og Peter Whittingham. Þeir hafa allir skorað átta mörk í deildinni.Nordicphotos/AFPAron Einar Gunnarsson hefur náð að spila meira en 200 deildarleiki í þremur löndum – þar af langflesta í Englandi. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir deildarleiki Arons á ferlinum en þess má geta að þegar allar keppnir eru teknar með hefur Aron spilað samtals 249 leiki. Þór, Akureyri (2005-6) 11 leikir/0 mörk AZ Alkmaar (2006-8) 1 leikur/0 mörk Coventry (2008-2011) 122 leikir/6 mörk Cardiff City (2011-) 83 leikir/12 mörk Samtals 218 leikir/18 mörk Enski boltinn Tengdar fréttir Cardiff upp í ensku úrvalsdeildina Aron Einar Gunnarsson, Heiðar Helguson og félagar þeirra í Cardiff tryggðu sér í kvöld sæti í ensku úrvalsdeildinni er liðið gerði markalaust jafntefli við Charlton á heimavelli. 16. apríl 2013 21:00 Aron fór fyrir dansinum Cardiff City tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudagskvöldið eftir markalaust jafntefli á heimavelli gegn Charlton. Áfanganum var vel fagnað af leikmönnum liðsins. 18. apríl 2013 15:00 Aron, Heiðar og félagar gætu búið til 5000 ný störf í Cardiff Cardiff City getur í kvöld tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið þarf aðeins að ná í eitt stig út úr leik sínum á móti Charlton Athletic til þess að komast í hóp bestu liða Englands í fyrsta sinn í 53 ár. 16. apríl 2013 17:30 Cardiff City fær 25 milljónir punda í nýja leikmenn Vincent Tan, eigandi velska liðsins Cardiff City sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær, hefur gefið það út að knattspyrnustjórinn Malky Mackay fá að eyða 25 milljónum punda í nýja leikmenn fyrir næsta tímabil. 17. apríl 2013 08:15 Aron Einar í viðtali á Sky Sports Aron Einar Gunnarsson er í viðtali á Sky Sports í dag en hann og félagar hans í Cardiff City tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með því að gera jafntefli við Charlton í ensku b-deildinni í gærkvöldi. 17. apríl 2013 13:00 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð í vikunni. Landsliðsfyrirliðinn hefur aldrei leikið betur og segist tilbúinn að spila fótbolta með þeim bestu. Cardiff tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Charlton á heimavelli á miðvikudaginn. Í leikslok brutust út mikil fagnaðarlæti og í klefanum reif Aron Einar sig úr að ofan og steig trylltan stríðsdans. „Þetta var upplifun sem ég reyndi að njóta sem mest. Maður veit að svona gerist ekki oft á ferlinum. Ég ákvað að njóta þess og sleppa mér alveg,“ segir Aron Einar. Hann segir afar gaman að hafa tryggt sér sætið á heimavelli enda hafi áhorfendur liðsins gengið í gegnum ýmislegt á leiktíðinni. Ber þar hæst að liðið sem áður var kennt við bláan lit klæðist nú rauðum treyjum. „Það var sætt fyrir þá að geta hlaupið inn á völlinn og fagnað með okkur strákunum.“ Meiri fagmennska á milli leikjaAron Einar fagnar sæti í ensku úrvalsdeildinni í vikunni.Mynd/TwitterÍ Championship-deildinni spila liðin 46 leiki á leiktíðinni en til samanburðar eru leikirnir 38 í ensku úrvalsdeildinni. Álagið er því mikið og oft mikið um sviptingar hjá liðunum. Svo var ekki hjá Cardiff en gengi liðsins hefur verið ótrúlega stöðugt. „Liðsandinn er frábær og þegar við höfum átt slaka leiki höfum við rifið okkur upp í næsta leik,“ segir Aron Einar. Hann bendir á að liðið hafi haldið hreinu í sautján leikjum á tímabilinu og minnir á að liðið hafi stóran og breiðan hóp. Lykilmenn frá því í fyrra hafi til að mynda þurft að dvelja mikið á bekknum í vetur. Sú hefur þó ekki verið raunin með Aron Einar og reynsluboltann Heiðar Helguson sem hafa verið í aðalhlutverki á tímabilinu. Aron Einar segir tímabilið í ár hans besta frá upphafi. Miðjumaðurinn 23 ára hefur skorað átta mörk í 42 leikjum og segist hafa aukið fagmennskuna hjá sér utan vallar. Hvíldin skipti miklu máli. „Ég sef mikið og borða rétt. Það skiptir öllu máli. Þótt ég sé bara 23 ára er ég ekkert að yngjast. Tímabilið er langt og núna finnur maður hve miklu lengri tíma það tekur að jafna sig á milli leikja. Ætlar sér tíu mörkAron Einar er samningsbundinn Cardiff til ársins 2016.Aron er að ljúka sínu öðru tímabili hjá Cardiff en árin þrjú á undan spilaði hann með Coventry. Leikirnir í Championship-deildinni eru orðnir 206 en nú segist hann klár í úrvalsdeildina. „Ég hef tekið þetta í þrepum og held að það hafi verið skynsamlegt,“ segir Akureyringurinn sem hóf atvinnumannaferil sinn hjá AZ Alkmaar í Hollandi árið 2006. Hann segir töluverðan mun á úrvalsdeildinni þar sem leikmenn fái meiri tíma til að athafna sig og Championship-deildinni þar sem pressað er hátt á vellinum allan liðlangan leikinn. Gæðin séu þó auðvitað meiri í úrvalsdeildinni. „Við erum klárir í úrvalsdeildina en ég veit að eigandinn og þjálfarinn vilja styrkja hópinn. Það er ljóst að einhverjir leikmenn munu koma til Cardiff í sumar,“ segir Aron. Fyrst sé hins vegar markmiðið að tryggja sér sigurinn í deildinni. Reyndar er líklegra að svín fljúgi en að Cardiff vinni ekki deildina en auk þess hefur Þórsarinn persónulegt markmið sem hann hefur þrjá leiki til að ná. „Vonandi næ ég þessum tíu mörkum sem ég setti sem markmið fyrir tímabilið. Það væri stemmari.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Kominn í 200 leikja klúbbinnAron Einar er markahæsti leikmaður Cardiff á leiktíðinni ásamt Heiðari Helgusyni og Peter Whittingham. Þeir hafa allir skorað átta mörk í deildinni.Nordicphotos/AFPAron Einar Gunnarsson hefur náð að spila meira en 200 deildarleiki í þremur löndum – þar af langflesta í Englandi. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir deildarleiki Arons á ferlinum en þess má geta að þegar allar keppnir eru teknar með hefur Aron spilað samtals 249 leiki. Þór, Akureyri (2005-6) 11 leikir/0 mörk AZ Alkmaar (2006-8) 1 leikur/0 mörk Coventry (2008-2011) 122 leikir/6 mörk Cardiff City (2011-) 83 leikir/12 mörk Samtals 218 leikir/18 mörk
Enski boltinn Tengdar fréttir Cardiff upp í ensku úrvalsdeildina Aron Einar Gunnarsson, Heiðar Helguson og félagar þeirra í Cardiff tryggðu sér í kvöld sæti í ensku úrvalsdeildinni er liðið gerði markalaust jafntefli við Charlton á heimavelli. 16. apríl 2013 21:00 Aron fór fyrir dansinum Cardiff City tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudagskvöldið eftir markalaust jafntefli á heimavelli gegn Charlton. Áfanganum var vel fagnað af leikmönnum liðsins. 18. apríl 2013 15:00 Aron, Heiðar og félagar gætu búið til 5000 ný störf í Cardiff Cardiff City getur í kvöld tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið þarf aðeins að ná í eitt stig út úr leik sínum á móti Charlton Athletic til þess að komast í hóp bestu liða Englands í fyrsta sinn í 53 ár. 16. apríl 2013 17:30 Cardiff City fær 25 milljónir punda í nýja leikmenn Vincent Tan, eigandi velska liðsins Cardiff City sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær, hefur gefið það út að knattspyrnustjórinn Malky Mackay fá að eyða 25 milljónum punda í nýja leikmenn fyrir næsta tímabil. 17. apríl 2013 08:15 Aron Einar í viðtali á Sky Sports Aron Einar Gunnarsson er í viðtali á Sky Sports í dag en hann og félagar hans í Cardiff City tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með því að gera jafntefli við Charlton í ensku b-deildinni í gærkvöldi. 17. apríl 2013 13:00 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Cardiff upp í ensku úrvalsdeildina Aron Einar Gunnarsson, Heiðar Helguson og félagar þeirra í Cardiff tryggðu sér í kvöld sæti í ensku úrvalsdeildinni er liðið gerði markalaust jafntefli við Charlton á heimavelli. 16. apríl 2013 21:00
Aron fór fyrir dansinum Cardiff City tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudagskvöldið eftir markalaust jafntefli á heimavelli gegn Charlton. Áfanganum var vel fagnað af leikmönnum liðsins. 18. apríl 2013 15:00
Aron, Heiðar og félagar gætu búið til 5000 ný störf í Cardiff Cardiff City getur í kvöld tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið þarf aðeins að ná í eitt stig út úr leik sínum á móti Charlton Athletic til þess að komast í hóp bestu liða Englands í fyrsta sinn í 53 ár. 16. apríl 2013 17:30
Cardiff City fær 25 milljónir punda í nýja leikmenn Vincent Tan, eigandi velska liðsins Cardiff City sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær, hefur gefið það út að knattspyrnustjórinn Malky Mackay fá að eyða 25 milljónum punda í nýja leikmenn fyrir næsta tímabil. 17. apríl 2013 08:15
Aron Einar í viðtali á Sky Sports Aron Einar Gunnarsson er í viðtali á Sky Sports í dag en hann og félagar hans í Cardiff City tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með því að gera jafntefli við Charlton í ensku b-deildinni í gærkvöldi. 17. apríl 2013 13:00