Enski boltinn

Cardiff City fær 25 milljónir punda í nýja leikmenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vincent Tan, eigandi velska liðsins Cardiff City.
Vincent Tan, eigandi velska liðsins Cardiff City. Mynd/AFP
Vincent Tan, eigandi velska liðsins Cardiff City sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær, hefur gefið það út að knattspyrnustjórinn Malky Mackay fá að eyða 25 milljónum punda í nýja leikmenn fyrir næsta tímabil.

Aron Einar Gunnarsson, Heiðar Helguson og félagar í Cardiff City tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi með því að ná markalausu jafntefli á móti Charlton. Liðið hefur sjö stiga forskot á Hull þegar þrír leikir eru eftir og Watford, liðið í 3. sætinu, er síðan þrettán stigum á eftir Cardiff.

„Við þurfum að skipuleggja okkur vel og við ætlum að eyða peningi í nýja leikmenn, kannski 20 til 25 milljónum punda," sagði Vincent Tan við BBC.

„Önnur lið hafa eytt miklum peningi í leikmenn en hefur síðan ekki gengið vel. Við munum reyna að eyða skynsamlega," sagði Tan.

Cardiff City tryggir sér sigur í ensku b-deildinni með sigri á Burnley á laugardaginn. Aron Einar og Heiðar eru markahæstu leikmenn liðsins með átta mörk hvor.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×