Fótbolti

Reglan um mörk á útivelli gildir í framlengingu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands, fagnar sæti í umspili í Ósló í liðinni viku.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands, fagnar sæti í umspili í Ósló í liðinni viku. Mynd/Vilhelm
Töluverðs misskilnings hefur gætt varðandi fyrirkomulag umspilsleikja Evrópuþjóðanna átta sem berjast um fjögur laus sæti á HM í Brasilíu næsta sumar.

Dregið verður í umspilið í dag og þar kemur í ljós hverjir mæta hverjum. Lið úr efri styrkleikaflokki geta aðeins mætt liðum úr þeim neðri. Þannig getur Ísland aðeins mætt Portúgal, Grikklandi, Króatíu eða Úkraínu. Hins vegar er dregið um það hvort liðið spilar fyrst á heimavelli.

Leikirnir fara fram 15. nóvember og 19. nóvember. Það lið sem skorar fleiri mörk í leikjunum tveimur tryggir sér farseðilinn til Brasilíu. Skori liðin jafn mörg mörk í leikjunum tveimur fer það lið áfram sem skoraði fleiri mörk á útivelli. Hafi liðin skorað jafnmörg mörk á útivelli er framlengt.

Í framlengingunni er útivallareglan enn við lýði. Því er ljóst að tækist gestaliðinu að skora fyrsta markið í framlengingu þyrfti heimaliðið að svarar með tveimur mörkum. Takist hvorugu liðinu að skora í framlengingu er gripið til vítaspyrnukeppni.

Efri styrkleikaflokkur

Portúgal (14)

Grikkland (15)

Króatía (18)

Úkraína (20)

Neðri styrkleikaflokkur

Frakkland (21)

Svíþjóð (25)

Rúmenía (29)

Ísland (46)


Tengdar fréttir

Örlög Íslands í höndum þessa manns

Í hádeginu verður dregið um hvaða lið mætast í umspili Evrópuþjóða um fjögur laus sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×