Fótbolti

Örlög Íslands í höndum þessa manns

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frei á æfingu með félagsliðinu FC Basel.
Frei á æfingu með félagsliðinu FC Basel. Nordicphotos/Getty
Í hádeginu verður dregið um hvaða lið mætast í umspili Evrópuþjóða um fjögur laus sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar.

Að sjálfsögðu verður fylgst grannt með gangi mála í drættinum hér á Vísi. Drátturinn í dag fer einmitt fram í höfuðstöðvum FIFA í Zürich en athöfnin hefst klukkan 12.

Karlalandslið Íslands er sem kunnugt er ein þjóðanna átta og sú sem er slökust sé miðað við styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Styrkleikaflokkana tvo má sjá hér að neðan ásamt stöðu hverrar þjóðar á heimslistanum. Landsliðin úr efri styrkleikaflokknum geta aðeins mætt liðum úr þeim neðri. Eftir að tvö lið hafa verið dregin, hvort úr sínum hattinum, er dregið hvor þjóðin spilar fyrri leikinn á heimavelli.

Það kemur í hlut svissneska landsliðsmannsins fyrrverandi, Alexander Frei, að draga liðin upp úr pottinum. Frei lék á sínum tíma 86 landsleiki fyrir Sviss og skoraði í þeim 42 mörk. Hann lagði skóna á hilluna í vor og er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá FC Luzern.

Efri styrkleikaflokkur

Portúgal (14)

Grikkland (15)

Króatía (18)

Úkraína (20)

Neðri styrkleikaflokkur

Frakkland (21)

Svíþjóð (25)

Rúmenía (29)

Ísland (46)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×