Heimilistryggingin bætir tjón vegna eldstæða Haraldur Guðmundsson skrifar 31. október 2013 07:00 Síðastliðinn laugardag varð sprenging í íbúðarhúsnæði í Hveragerði vegna etanól-eldstæðis. Mynd/Stöð2 „Þegar það verður sprenging eða eldur kviknar út frá eldstæðum þá er enginn vafi á því að hefðbundnar heimilistryggingar ættu að bæta það tjón sem verður á innbúi og einnig greiða sjúkrakostnað vegna slysa upp að vissu hámarki,“ segir Geirarður Geirarðsson, forstöðumaður eignatjóna hjá Sjóvá, spurður hvort hefðbundnar heimilistryggingar bæti tjón eins og það sem varð í Hveragerði síðastliðinn laugardag þegar sjö manns slösuðust og innbú skemmdist þegar sprenging varð vegna etanól-eldstæðis. „Ef tjón verður á fasteigninni sjálfri myndi það falla undir lögboðna brunatryggingu,“ segir Geirarður. Guðmundur Gunnarsson, yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar, sem fer fyrir eldvarnarsviði stofnunarinnar, segir etanól-eldstæði vera stórhættuleg. „Við sjáum eitt til tvö slæm slys tengd etanól-eldstæðum á hverju ári og heyrum einnig af mörgum smávægilegri slysum sem koma ekki inn á okkar borð,“ segir Guðmundur. Hann segir að slys sem þessi geti aðallega orðið með tvennum hætti. „Í fyrsta lagi verða slys þegar etanóli er hellt á heit eldstæði. Í öðru lagi þegar eldsneytinu er hellt framhjá skálinni og það fer niður í botn eldstæðisins þar sem það gufar upp og þá getur kviknað í gufunum og sprenging orðið.“ Guðmundur segir fólk einnig þurfa að varast slys sem tengjast öðrum eldstæðum en þeim þar sem etanóli er brennt. „Flest slys í tengslum við hefðbundnar kamínur verða þegar reykháfar eru ekki nógu vel einangraðir þegar þeir fara í gegnum þök og veggi. Þá getur hitinn frá reykháfnum kveikt í nærliggjandi timbri,“ segir hann og bætir því við að slys geti einnig orðið þar sem kamínur eru settar alveg upp að vegg í námunda við brennanleg efni. „Það sama á við þegar hefðbundnir innbyggðir arnir eru of efnislitlir þannig að fjarlægð út í brennanleg efni er of lítil.“ Spurður um hvar fólk geti nálgast upplýsingar um þær hættur sem fylgja eldstæðum bendir Guðmundur á að seljendur eldstæða séu skyldugir til að láta leiðbeiningar fylgja með kaupum á þeim. „Síðan höfum við verið með leiðbeiningar inni á síðu Mannvirkjastofnunar og eftir þetta atvik í Hveragerði settum við meiri kraft í þær og ætlum að setja nákvæmari leiðbeiningar um hvað fólk eigi að forðast þegar kemur að meðhöndlun þessara eldstæða.“ Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Sjá meira
„Þegar það verður sprenging eða eldur kviknar út frá eldstæðum þá er enginn vafi á því að hefðbundnar heimilistryggingar ættu að bæta það tjón sem verður á innbúi og einnig greiða sjúkrakostnað vegna slysa upp að vissu hámarki,“ segir Geirarður Geirarðsson, forstöðumaður eignatjóna hjá Sjóvá, spurður hvort hefðbundnar heimilistryggingar bæti tjón eins og það sem varð í Hveragerði síðastliðinn laugardag þegar sjö manns slösuðust og innbú skemmdist þegar sprenging varð vegna etanól-eldstæðis. „Ef tjón verður á fasteigninni sjálfri myndi það falla undir lögboðna brunatryggingu,“ segir Geirarður. Guðmundur Gunnarsson, yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar, sem fer fyrir eldvarnarsviði stofnunarinnar, segir etanól-eldstæði vera stórhættuleg. „Við sjáum eitt til tvö slæm slys tengd etanól-eldstæðum á hverju ári og heyrum einnig af mörgum smávægilegri slysum sem koma ekki inn á okkar borð,“ segir Guðmundur. Hann segir að slys sem þessi geti aðallega orðið með tvennum hætti. „Í fyrsta lagi verða slys þegar etanóli er hellt á heit eldstæði. Í öðru lagi þegar eldsneytinu er hellt framhjá skálinni og það fer niður í botn eldstæðisins þar sem það gufar upp og þá getur kviknað í gufunum og sprenging orðið.“ Guðmundur segir fólk einnig þurfa að varast slys sem tengjast öðrum eldstæðum en þeim þar sem etanóli er brennt. „Flest slys í tengslum við hefðbundnar kamínur verða þegar reykháfar eru ekki nógu vel einangraðir þegar þeir fara í gegnum þök og veggi. Þá getur hitinn frá reykháfnum kveikt í nærliggjandi timbri,“ segir hann og bætir því við að slys geti einnig orðið þar sem kamínur eru settar alveg upp að vegg í námunda við brennanleg efni. „Það sama á við þegar hefðbundnir innbyggðir arnir eru of efnislitlir þannig að fjarlægð út í brennanleg efni er of lítil.“ Spurður um hvar fólk geti nálgast upplýsingar um þær hættur sem fylgja eldstæðum bendir Guðmundur á að seljendur eldstæða séu skyldugir til að láta leiðbeiningar fylgja með kaupum á þeim. „Síðan höfum við verið með leiðbeiningar inni á síðu Mannvirkjastofnunar og eftir þetta atvik í Hveragerði settum við meiri kraft í þær og ætlum að setja nákvæmari leiðbeiningar um hvað fólk eigi að forðast þegar kemur að meðhöndlun þessara eldstæða.“
Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Sjá meira