Heimilistryggingin bætir tjón vegna eldstæða Haraldur Guðmundsson skrifar 31. október 2013 07:00 Síðastliðinn laugardag varð sprenging í íbúðarhúsnæði í Hveragerði vegna etanól-eldstæðis. Mynd/Stöð2 „Þegar það verður sprenging eða eldur kviknar út frá eldstæðum þá er enginn vafi á því að hefðbundnar heimilistryggingar ættu að bæta það tjón sem verður á innbúi og einnig greiða sjúkrakostnað vegna slysa upp að vissu hámarki,“ segir Geirarður Geirarðsson, forstöðumaður eignatjóna hjá Sjóvá, spurður hvort hefðbundnar heimilistryggingar bæti tjón eins og það sem varð í Hveragerði síðastliðinn laugardag þegar sjö manns slösuðust og innbú skemmdist þegar sprenging varð vegna etanól-eldstæðis. „Ef tjón verður á fasteigninni sjálfri myndi það falla undir lögboðna brunatryggingu,“ segir Geirarður. Guðmundur Gunnarsson, yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar, sem fer fyrir eldvarnarsviði stofnunarinnar, segir etanól-eldstæði vera stórhættuleg. „Við sjáum eitt til tvö slæm slys tengd etanól-eldstæðum á hverju ári og heyrum einnig af mörgum smávægilegri slysum sem koma ekki inn á okkar borð,“ segir Guðmundur. Hann segir að slys sem þessi geti aðallega orðið með tvennum hætti. „Í fyrsta lagi verða slys þegar etanóli er hellt á heit eldstæði. Í öðru lagi þegar eldsneytinu er hellt framhjá skálinni og það fer niður í botn eldstæðisins þar sem það gufar upp og þá getur kviknað í gufunum og sprenging orðið.“ Guðmundur segir fólk einnig þurfa að varast slys sem tengjast öðrum eldstæðum en þeim þar sem etanóli er brennt. „Flest slys í tengslum við hefðbundnar kamínur verða þegar reykháfar eru ekki nógu vel einangraðir þegar þeir fara í gegnum þök og veggi. Þá getur hitinn frá reykháfnum kveikt í nærliggjandi timbri,“ segir hann og bætir því við að slys geti einnig orðið þar sem kamínur eru settar alveg upp að vegg í námunda við brennanleg efni. „Það sama á við þegar hefðbundnir innbyggðir arnir eru of efnislitlir þannig að fjarlægð út í brennanleg efni er of lítil.“ Spurður um hvar fólk geti nálgast upplýsingar um þær hættur sem fylgja eldstæðum bendir Guðmundur á að seljendur eldstæða séu skyldugir til að láta leiðbeiningar fylgja með kaupum á þeim. „Síðan höfum við verið með leiðbeiningar inni á síðu Mannvirkjastofnunar og eftir þetta atvik í Hveragerði settum við meiri kraft í þær og ætlum að setja nákvæmari leiðbeiningar um hvað fólk eigi að forðast þegar kemur að meðhöndlun þessara eldstæða.“ Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Sjá meira
„Þegar það verður sprenging eða eldur kviknar út frá eldstæðum þá er enginn vafi á því að hefðbundnar heimilistryggingar ættu að bæta það tjón sem verður á innbúi og einnig greiða sjúkrakostnað vegna slysa upp að vissu hámarki,“ segir Geirarður Geirarðsson, forstöðumaður eignatjóna hjá Sjóvá, spurður hvort hefðbundnar heimilistryggingar bæti tjón eins og það sem varð í Hveragerði síðastliðinn laugardag þegar sjö manns slösuðust og innbú skemmdist þegar sprenging varð vegna etanól-eldstæðis. „Ef tjón verður á fasteigninni sjálfri myndi það falla undir lögboðna brunatryggingu,“ segir Geirarður. Guðmundur Gunnarsson, yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar, sem fer fyrir eldvarnarsviði stofnunarinnar, segir etanól-eldstæði vera stórhættuleg. „Við sjáum eitt til tvö slæm slys tengd etanól-eldstæðum á hverju ári og heyrum einnig af mörgum smávægilegri slysum sem koma ekki inn á okkar borð,“ segir Guðmundur. Hann segir að slys sem þessi geti aðallega orðið með tvennum hætti. „Í fyrsta lagi verða slys þegar etanóli er hellt á heit eldstæði. Í öðru lagi þegar eldsneytinu er hellt framhjá skálinni og það fer niður í botn eldstæðisins þar sem það gufar upp og þá getur kviknað í gufunum og sprenging orðið.“ Guðmundur segir fólk einnig þurfa að varast slys sem tengjast öðrum eldstæðum en þeim þar sem etanóli er brennt. „Flest slys í tengslum við hefðbundnar kamínur verða þegar reykháfar eru ekki nógu vel einangraðir þegar þeir fara í gegnum þök og veggi. Þá getur hitinn frá reykháfnum kveikt í nærliggjandi timbri,“ segir hann og bætir því við að slys geti einnig orðið þar sem kamínur eru settar alveg upp að vegg í námunda við brennanleg efni. „Það sama á við þegar hefðbundnir innbyggðir arnir eru of efnislitlir þannig að fjarlægð út í brennanleg efni er of lítil.“ Spurður um hvar fólk geti nálgast upplýsingar um þær hættur sem fylgja eldstæðum bendir Guðmundur á að seljendur eldstæða séu skyldugir til að láta leiðbeiningar fylgja með kaupum á þeim. „Síðan höfum við verið með leiðbeiningar inni á síðu Mannvirkjastofnunar og eftir þetta atvik í Hveragerði settum við meiri kraft í þær og ætlum að setja nákvæmari leiðbeiningar um hvað fólk eigi að forðast þegar kemur að meðhöndlun þessara eldstæða.“
Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent