Þekktir og valdamiklir menn kaupa vændi Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. nóvember 2013 20:30 Þekktir og valdamiklir menn eru meðal þeirra sem kaupa sér vændi á Íslandi. Þetta segir kona sem stundaði vændi í Reykjavík um nokkra ára skeið. Konan vildi ekki koma fram undir nafni til að vernda fjölskyldu sína. Hún segir einnig að almenningur á Íslandi sé ekki tilbúinn fyrir opinskáa umræðu um vændi. Konan sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Íslandi í dag. Konan leiddist út í vændi vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Hún var komin í öngstræti - reikningar hlóðust upp og rafmagn hafði verið tekið af heimili hennar. Konunni bauðst færi á að bæta fjárhagsstöðu sína með því að selja líkama sinn í vændi. Hún segir allar tegundir manna leita kaupa sér vændi á Íslandi. „Þeir sem kaupa vændi eru þó yfirleitt menn sem eiga peninga. Þetta eru mikið menn í valdastöðum og þekktir menn í íslensku samfélagi. Ég var með einn kúnna sem var í sjónvarpinu í þessari viku og líka í þeirri síðustu. Ég sé hann alltaf annað slagið,“ segir konan og nefnir sláandi dæmi úr heimi vændis á Íslandi. „Það eru meira að segja feður sem leita eftir kynlífi fyrir syni sína. Drengurinn sé orðinn 16 ára gamall og nú sé kominn tími til að ,gera það' - að þetta væri frábær 16 ára afmælisgjöf. Ég sagði nei við því.“Nafngreina á þá sem kaupa kynlíf Hún segir það ólýðandi að einstaklingar sem brjóta lög og kaupa vændi séu ekki nafngreindir. „Við skiljum það ekki að það skuli vera nafnleynd á mönnum og konum sem kaupa sér aðgang að líkama annarra einstaklinga. Þetta á ekki að eiga sér stað.“ Konan telur að valdhafar í samfélaginu séu að vernda sína. „Þetta eru forstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn og fréttamenn. Menn úr öllum áttum sem hafa hagsmuna að gæta. Það á að birta nöfn þessara manna. Skömmin er þeirra, skömmin er ekki okkar.“ Nánar má heyra sögu þessarar konu í myndbandinu hér að ofan, og í Ísland í dag-þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fjöldi vændisbrota tífaldast á milli ára Sprenging hefur orðið í fjölda brota vegna kaupa á vændi. Brotafjöldi hefur tífaldast í ár ef miðað er við síðasta ár. 26. nóvember 2013 19:11 Íslenskir feður kaupa vændi fyrir syni sína Kona á miðjum aldri sem fór að stunda vændi fyrir nokkrum árum verður í viðtali við í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Konan er nú hætt og segist aldrei ætla að selja líkama sinn aftur. 27. nóvember 2013 16:05 Seldi blíðu sína á Laugaveginum: 21 fyrir dóm vegna vændiskaupa Þingfesting í máli 21 meints vændiskaupanda fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þinghaldið var lokað. Mennirnir eru taldir hafa greitt fyrir vændi hjá konu í húsi við Laugaveg. 26. nóvember 2013 16:13 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þekktir og valdamiklir menn eru meðal þeirra sem kaupa sér vændi á Íslandi. Þetta segir kona sem stundaði vændi í Reykjavík um nokkra ára skeið. Konan vildi ekki koma fram undir nafni til að vernda fjölskyldu sína. Hún segir einnig að almenningur á Íslandi sé ekki tilbúinn fyrir opinskáa umræðu um vændi. Konan sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Íslandi í dag. Konan leiddist út í vændi vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Hún var komin í öngstræti - reikningar hlóðust upp og rafmagn hafði verið tekið af heimili hennar. Konunni bauðst færi á að bæta fjárhagsstöðu sína með því að selja líkama sinn í vændi. Hún segir allar tegundir manna leita kaupa sér vændi á Íslandi. „Þeir sem kaupa vændi eru þó yfirleitt menn sem eiga peninga. Þetta eru mikið menn í valdastöðum og þekktir menn í íslensku samfélagi. Ég var með einn kúnna sem var í sjónvarpinu í þessari viku og líka í þeirri síðustu. Ég sé hann alltaf annað slagið,“ segir konan og nefnir sláandi dæmi úr heimi vændis á Íslandi. „Það eru meira að segja feður sem leita eftir kynlífi fyrir syni sína. Drengurinn sé orðinn 16 ára gamall og nú sé kominn tími til að ,gera það' - að þetta væri frábær 16 ára afmælisgjöf. Ég sagði nei við því.“Nafngreina á þá sem kaupa kynlíf Hún segir það ólýðandi að einstaklingar sem brjóta lög og kaupa vændi séu ekki nafngreindir. „Við skiljum það ekki að það skuli vera nafnleynd á mönnum og konum sem kaupa sér aðgang að líkama annarra einstaklinga. Þetta á ekki að eiga sér stað.“ Konan telur að valdhafar í samfélaginu séu að vernda sína. „Þetta eru forstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn og fréttamenn. Menn úr öllum áttum sem hafa hagsmuna að gæta. Það á að birta nöfn þessara manna. Skömmin er þeirra, skömmin er ekki okkar.“ Nánar má heyra sögu þessarar konu í myndbandinu hér að ofan, og í Ísland í dag-þætti kvöldsins hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fjöldi vændisbrota tífaldast á milli ára Sprenging hefur orðið í fjölda brota vegna kaupa á vændi. Brotafjöldi hefur tífaldast í ár ef miðað er við síðasta ár. 26. nóvember 2013 19:11 Íslenskir feður kaupa vændi fyrir syni sína Kona á miðjum aldri sem fór að stunda vændi fyrir nokkrum árum verður í viðtali við í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Konan er nú hætt og segist aldrei ætla að selja líkama sinn aftur. 27. nóvember 2013 16:05 Seldi blíðu sína á Laugaveginum: 21 fyrir dóm vegna vændiskaupa Þingfesting í máli 21 meints vændiskaupanda fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þinghaldið var lokað. Mennirnir eru taldir hafa greitt fyrir vændi hjá konu í húsi við Laugaveg. 26. nóvember 2013 16:13 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Fjöldi vændisbrota tífaldast á milli ára Sprenging hefur orðið í fjölda brota vegna kaupa á vændi. Brotafjöldi hefur tífaldast í ár ef miðað er við síðasta ár. 26. nóvember 2013 19:11
Íslenskir feður kaupa vændi fyrir syni sína Kona á miðjum aldri sem fór að stunda vændi fyrir nokkrum árum verður í viðtali við í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Konan er nú hætt og segist aldrei ætla að selja líkama sinn aftur. 27. nóvember 2013 16:05
Seldi blíðu sína á Laugaveginum: 21 fyrir dóm vegna vændiskaupa Þingfesting í máli 21 meints vændiskaupanda fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þinghaldið var lokað. Mennirnir eru taldir hafa greitt fyrir vændi hjá konu í húsi við Laugaveg. 26. nóvember 2013 16:13