Úr svefnherberginu í sólskinsbylgju-reggí Freyr Bjarnason skrifar 3. maí 2013 07:00 Reggílagið Aheybaró með Kött Grá Pje, sem er hugarfóstur Atla Sigþórssonar, hefur fengið fín viðbrögð að undanförnu, þar á meðal á Rás 2. Svo gæti farið að það verði sumarslagarinn í ár, eða alla vega einn af þeim. „Ég er farinn að vona það, eftir að fólk hefur verið að spyrja mig þessarar spurningar. Lagið virðist gefa frá sér einhverja sólskinsbylgju,“ segir Atli, spurður hvort sumarslagarinn sé ekki kominn. Stutt er síðan Atli kom fram á sjónarsviðið með Kött Grá Pjé. Hann hefur gefið út nokkur lög á netinu í samstarfi við vini sína og í þetta sinn varð Toggi Nolem úr rappsveitinni Skyttunum fyrir valinu. „Hann sendi mér grunn með reggífílingi og svo rappaði ég eins og mér fannst henta við það,“ segir Atli og kveðst vera fjandi ánægður með útkomuna. Hann hefur áður komið lítillega við sögu á tveimur rappplötum með Skyttunum og Forgotten Lores, sem komu báðar út árið 2003. Annars hefur hann ekkert komið nálægt tónlistarsköpun fyrr en nú. „Ég var svona svefnherbergisrappari aðallega.“ Atli, sem er í háskólanámi, er frá Akureyri eins og Skytturnar en hefur verið búsettur í Reykjavík undanfarin átta ár. Spurður út í nafnið Kött Grá Pje, segir hann það vera hálfgeraðan einkabrandara. Kött er einfaldlega þolmynd orðsins köttur en vísar einnig í gömul bandarísk hiphopp-nöfn sem byrjuðu á „Cut“. Grá er liturinn grár án „r-sins“ og Pje er stytt ættarnafn sem Atli tekur sér frá geimspekingnum Dr. Helga Pjeturssyni, sem skrifaði Nýall-bækurnar sem hann heldur mikið upp á. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Reggílagið Aheybaró með Kött Grá Pje, sem er hugarfóstur Atla Sigþórssonar, hefur fengið fín viðbrögð að undanförnu, þar á meðal á Rás 2. Svo gæti farið að það verði sumarslagarinn í ár, eða alla vega einn af þeim. „Ég er farinn að vona það, eftir að fólk hefur verið að spyrja mig þessarar spurningar. Lagið virðist gefa frá sér einhverja sólskinsbylgju,“ segir Atli, spurður hvort sumarslagarinn sé ekki kominn. Stutt er síðan Atli kom fram á sjónarsviðið með Kött Grá Pjé. Hann hefur gefið út nokkur lög á netinu í samstarfi við vini sína og í þetta sinn varð Toggi Nolem úr rappsveitinni Skyttunum fyrir valinu. „Hann sendi mér grunn með reggífílingi og svo rappaði ég eins og mér fannst henta við það,“ segir Atli og kveðst vera fjandi ánægður með útkomuna. Hann hefur áður komið lítillega við sögu á tveimur rappplötum með Skyttunum og Forgotten Lores, sem komu báðar út árið 2003. Annars hefur hann ekkert komið nálægt tónlistarsköpun fyrr en nú. „Ég var svona svefnherbergisrappari aðallega.“ Atli, sem er í háskólanámi, er frá Akureyri eins og Skytturnar en hefur verið búsettur í Reykjavík undanfarin átta ár. Spurður út í nafnið Kött Grá Pje, segir hann það vera hálfgeraðan einkabrandara. Kött er einfaldlega þolmynd orðsins köttur en vísar einnig í gömul bandarísk hiphopp-nöfn sem byrjuðu á „Cut“. Grá er liturinn grár án „r-sins“ og Pje er stytt ættarnafn sem Atli tekur sér frá geimspekingnum Dr. Helga Pjeturssyni, sem skrifaði Nýall-bækurnar sem hann heldur mikið upp á.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira