Helgi Valur Daníelsson var venju samkvæmt í byrjunarliði Belenenses sem vann flottan 2-0 sigur á Olhanense í 7. umferð portúgölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.
Miguel Rosa skoraði bæði mörk heimamanna sem léku manni færri síðasta stundarfjórðunginn. Eggert Gunnþór Jónsson kom inn á sem varamaður seint í leiknum.
Belenenses komst úr fallsæti með sigrinum. Liðið, sem er nýliði í deildinni, hefur sjö stig rétt fyrir neðan miðja deild.
Belenenses úr fallsæti með Helga Val á miðjunni
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
