Enski boltinn

Moyes taldi leikinn í dag henta Januzaj

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósar hinum átján ára Adnan Januzaj í hástert eftir sigurinn á Sunderland í dag.

Januzaj fékk tækifærið í byrjunarliðinu og þakkaði fyrir sig með tveimur mörkum í 2-1 sigri.

„Ég man eftir því þegar ég gaf Wayne Rooney tækifærið í fyrsta skipti. Adnan er svo sannarlega í sama gæðaflokki. Hann er leikmaður í hæsta, já hæsta gæðaflokki,“ sagði sá skoski.

Sigurinn léttir aðeins pressunni á Moyes eftir tapið á heimavelli gegn West Brom í síðustu umferð. Útlitið var ekki gott í dag þegar Sunderland leiddi 1-0 og síðari hálfleikur hafinn. Tvö mörk Januzaj björguðu deginum fyrir United.

„Ég hefði gefið honum tækifærið í byrjunarliðinu fyrir tveimur eða þremur vikum en það einfaldlega gekk ekki upp. Við gátum ekki gefið honum tækifærið af ýmsum ástæðum en töldum leikinn í dag rétta tímann. Hann reyndist illviðráðanlegur.“

Mörkin hjá Januzaj auk alls hins helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×