Bikargleði í Manchester? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2013 07:00 Tekst báðum liðunum frá Manchester að vinna titil í ár? Nordic Photos / Getty Images Líklegt er að eintóm fagnaðarlæti brjótist út í Manchester-borg um helgina. Sir Alex Ferguson stýrir United í síðasta skipti þegar félagið fær Englandsmeistarabikarinn afhentan í 20. skipti. Aðeins Wigan getur komið í veg fyrir að ljósblái hluti borgarinnar vinni titil í ár. Wigan og Manchester City mætast á Wembley-leikvanginum í London í 132. úrslitaleik enska bikarins á laugardag. City getur unnið titilinn í sjötta skipti og í annað skiptið á þremur árum. Eftir 43 ára bið vann City loks stóran titil á Englandi og ári síðar kom Englandsmeistaratitillinn eftirsótti í hús. „Ég held að hvorugt liðið sé líklegra fyrir fram til að vinna bikarinn,“ segir Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City. Ítalinn er líklega sá eini á jörðinni sem heldur slíku fram enda himinn og haf á milli styrkleika liðanna. Fráfarandi Englandsmeistarar City sitja í 2. sæti deildarinnar en Wigan berst fyrir lífi sínu í 18. sæti. City hefur aðeins fengið á sig eitt mark í leikjum sínum sex í keppninni hingað til en meiðsli hrjá varnarmenn Wigan. Wigan hefur aldrei unnið stóran titil. Stærsta hnossið í 81 árs sögu félagsins er sigur í C-deildinni árið 1999. „Það vita allir að City er líklegri aðilinn. Hins vegar eru fjölmörg dæmi um afar óvænt úrslit ef rýnt er í söguna,“ segir Roberto Martinez, stjóri Wigan. Dave Whelan, eigandi og stjórnarformaður Wigan, hefur breytt Wigan úr óþekktu neðrideildarliði í enskt úrvalsdeildarlið. Nú er FA bikarinn handan við hornið en Whelan spilaði á sínum tíma í úrslitum með Blackburn sem tapaði gegn Wolves. Hann lauk keppni í leiknum á undan áætlun vegna fótbrots. „Hann þurfti frá að hverfa í úrslitaleiknum árið 1960 og á óunnið verk fyrir höndum á Wembley. Við hjálpum honum til þess að hann geti leitt liðið út á völlinn og lokið hringnum,“ segir Martinez um Whelan. Skotinn lyftir sínum síðastaTekst Roberto Martinez að láta draum Dave Whelan rætast?Hvort sem háværir nágrannar Sir Alex Ferguson og félaga í Manchester United fagna bikarmeistaratitli á laugardeginum eða ekki verður borgin máluð rauð á sunnudeginum. United tekur á móti Swansea í síðasta heimaleik Fergusons og verður Englandsmeistarabikarinn afhentur í leikslok. Tilkynnt var í vikunni að Ferguson myndi hætta sem stjóri Rauðu djöflanna og nú er ljóst að eftirmaður hans verður David Moyes, núverandi stjóri Everton. Tár féllu þegar Ferguson tilkynnti leikmönnum sínum tíðindin og ekki er ólíklegt að svipað verði uppi á teningnum í leikslok á sunnudag. Svo skemmtilega vill til að það var einmitt enski bikarinn sem kom Ferguson á kortið hjá Manchester United. Eftir 43 mánaða titlalausa vertíð sem stjóri United þar sem heitt varð orðið undir sætinu vann United enska bikarinn. Í dag er rauða liðið í Manchester sigursælasta lið enskrar knattspyrnu með 20 Englandsmeistaratitla og 11 bikarmeistaratitla. Þar af hefur Ferguson unnið þrettán og fimm. Sögulegir úrslitaleikir í enska bikarnumDave Beasant lyftir bikarnum árið 1988Nordicphotos/GettyKenny Dalglish er eini spilandi þjálfarinn sem hefur unnið bikarinn. Það gerði hann með Liverpool 1986.Dave Beasant varð fyrsti markvörðurinn til að verja vítaspyrnu í úrslitaleiknum 1988.Ashley Cole hefur oftast allra orðið bikarmeistari eða sjö sinnum.Didier Drogba hefur oftast allra skorað í bikarúrslitaleiknum eða fjórum sinnum.Louis Saha tók sér stystan tíma allra til að skora mark í úrslitaleik eftir aðeins 25 sekúndur fyrir Everton árið 2009.Curtis Weston er sá yngsti til að spila í úrslitum. Hann var 17 ára og 119 daga í 3-0 tapi Millwall gegn Man. Utd árið 2004.Kevin Moran varð fyrsti leikmaðurinn til að fá rautt spjald í úrslitaleiknum með Man. Utd gegn Everton árið 1985. Appelsínugulur bolti var notaður í úrslitaleiknum 1973 í eina skiptið í sögu keppninnar.Viv Anderson var fyrsti þeldökki maðurinn sem bar fyrirliðabandið í úrslitaleiknum 1993. Aðeins einu sinni hafa úrslit ráðist í vítaspyrnukeppni. Þá lagði Arsenal lið Manchester United árið 2005. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Líklegt er að eintóm fagnaðarlæti brjótist út í Manchester-borg um helgina. Sir Alex Ferguson stýrir United í síðasta skipti þegar félagið fær Englandsmeistarabikarinn afhentan í 20. skipti. Aðeins Wigan getur komið í veg fyrir að ljósblái hluti borgarinnar vinni titil í ár. Wigan og Manchester City mætast á Wembley-leikvanginum í London í 132. úrslitaleik enska bikarins á laugardag. City getur unnið titilinn í sjötta skipti og í annað skiptið á þremur árum. Eftir 43 ára bið vann City loks stóran titil á Englandi og ári síðar kom Englandsmeistaratitillinn eftirsótti í hús. „Ég held að hvorugt liðið sé líklegra fyrir fram til að vinna bikarinn,“ segir Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City. Ítalinn er líklega sá eini á jörðinni sem heldur slíku fram enda himinn og haf á milli styrkleika liðanna. Fráfarandi Englandsmeistarar City sitja í 2. sæti deildarinnar en Wigan berst fyrir lífi sínu í 18. sæti. City hefur aðeins fengið á sig eitt mark í leikjum sínum sex í keppninni hingað til en meiðsli hrjá varnarmenn Wigan. Wigan hefur aldrei unnið stóran titil. Stærsta hnossið í 81 árs sögu félagsins er sigur í C-deildinni árið 1999. „Það vita allir að City er líklegri aðilinn. Hins vegar eru fjölmörg dæmi um afar óvænt úrslit ef rýnt er í söguna,“ segir Roberto Martinez, stjóri Wigan. Dave Whelan, eigandi og stjórnarformaður Wigan, hefur breytt Wigan úr óþekktu neðrideildarliði í enskt úrvalsdeildarlið. Nú er FA bikarinn handan við hornið en Whelan spilaði á sínum tíma í úrslitum með Blackburn sem tapaði gegn Wolves. Hann lauk keppni í leiknum á undan áætlun vegna fótbrots. „Hann þurfti frá að hverfa í úrslitaleiknum árið 1960 og á óunnið verk fyrir höndum á Wembley. Við hjálpum honum til þess að hann geti leitt liðið út á völlinn og lokið hringnum,“ segir Martinez um Whelan. Skotinn lyftir sínum síðastaTekst Roberto Martinez að láta draum Dave Whelan rætast?Hvort sem háværir nágrannar Sir Alex Ferguson og félaga í Manchester United fagna bikarmeistaratitli á laugardeginum eða ekki verður borgin máluð rauð á sunnudeginum. United tekur á móti Swansea í síðasta heimaleik Fergusons og verður Englandsmeistarabikarinn afhentur í leikslok. Tilkynnt var í vikunni að Ferguson myndi hætta sem stjóri Rauðu djöflanna og nú er ljóst að eftirmaður hans verður David Moyes, núverandi stjóri Everton. Tár féllu þegar Ferguson tilkynnti leikmönnum sínum tíðindin og ekki er ólíklegt að svipað verði uppi á teningnum í leikslok á sunnudag. Svo skemmtilega vill til að það var einmitt enski bikarinn sem kom Ferguson á kortið hjá Manchester United. Eftir 43 mánaða titlalausa vertíð sem stjóri United þar sem heitt varð orðið undir sætinu vann United enska bikarinn. Í dag er rauða liðið í Manchester sigursælasta lið enskrar knattspyrnu með 20 Englandsmeistaratitla og 11 bikarmeistaratitla. Þar af hefur Ferguson unnið þrettán og fimm. Sögulegir úrslitaleikir í enska bikarnumDave Beasant lyftir bikarnum árið 1988Nordicphotos/GettyKenny Dalglish er eini spilandi þjálfarinn sem hefur unnið bikarinn. Það gerði hann með Liverpool 1986.Dave Beasant varð fyrsti markvörðurinn til að verja vítaspyrnu í úrslitaleiknum 1988.Ashley Cole hefur oftast allra orðið bikarmeistari eða sjö sinnum.Didier Drogba hefur oftast allra skorað í bikarúrslitaleiknum eða fjórum sinnum.Louis Saha tók sér stystan tíma allra til að skora mark í úrslitaleik eftir aðeins 25 sekúndur fyrir Everton árið 2009.Curtis Weston er sá yngsti til að spila í úrslitum. Hann var 17 ára og 119 daga í 3-0 tapi Millwall gegn Man. Utd árið 2004.Kevin Moran varð fyrsti leikmaðurinn til að fá rautt spjald í úrslitaleiknum með Man. Utd gegn Everton árið 1985. Appelsínugulur bolti var notaður í úrslitaleiknum 1973 í eina skiptið í sögu keppninnar.Viv Anderson var fyrsti þeldökki maðurinn sem bar fyrirliðabandið í úrslitaleiknum 1993. Aðeins einu sinni hafa úrslit ráðist í vítaspyrnukeppni. Þá lagði Arsenal lið Manchester United árið 2005.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira