Enski boltinn

Lampard ætti að fara frá Chelsea

Lampard fagnar fyrr í vetur.
Lampard fagnar fyrr í vetur.
Gianluca Vialli, fyrrum stjóri og leikmaður Chelsea, hefur hvatt Frank Lampard til þess að fara frá Chelsea í sumar.

Samningur Lampard við Chelsea rennur út í sumar en fastlega er búist við því að Jose Mourinho vilji halda honum ef hann tekur við liðinu.

"Ég held að þetta sé rétti tíminn fyrir Frank til þess að kveðja Chelsea. Þá geta allir verið sáttir og skilin orðið í góðu," sagði Vialli.

"Frank hefur tækifæri til þess að prófa eitthvað nýtt og spennandi eins og að spila í Los Angeles. Hann ætti að skemmta sér næstu þrjú til fjögur ár og græða peninga í leiðinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×