Galdramaðurinn Gylfi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 23. mars 2013 08:00 Tvö stórkostleg mörk Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað sigurmarkið í síðustu tveimur útileikjum íslenska liðsins en hér fagnar hann öðru marka sinna í gær ásamt landsliðsfyirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.Mynd/AP Gylfi Þór Sigurðsson töfraði fram tvö glæsileg mörk sem dugðu til að tryggja Íslandi 2-1 sigur á Slóveníu í Ljubljana í gær. Það var reyndar fátt sem benti til sigurs eftir slakan fyrri hálfleik en Íslandi spilaði vel úr sínu í þeim síðari. Milivoje Novakovic færði sér hik í íslensku vörninni í nyt þegar hann kom heimamönnum yfir í gær en Gylfi jafnaði metin með stórglæsilegri aukaspyrnu snemma í síðari hálfleik og innsiglaði svo sigurinn á 78. mínútu eftir góðan undirbúnings varamannsins Eiðs Smára Guðjohnsen. „Þetta var góð tilfinning, sérstaklega eftir slappan leik af okkar hálfu. Við náðum aldrei boltanum niður og að komast í þann venjulega gír sem við viljum vera í. En þetta var erfiður leikur og sérstaklega gott að hafa unnið hann á útivelli," sagði Gylfi, sem neitar því ekki að aukaspyrnumarkið hafi verið eitt hans besta á ferlinum til þessa. „Þetta var frekar langt frá og gaman að sjá hann í skeytunum. Kolli var eitthvað að gera sig líklegan til að taka spyrnuna en það kom ekki til greina," sagði hann brosandi. „Það var svo jafnvel enn sætara að skora síðara markið og halda forystunni til loka. Við vörðumst allir vel síðustu 15-20 mínúturnar og Hannes tók 5-6 erfiða bolta. Hann á mikið hrós skilið, eins og allir í liðinu." Lars Lagerbäck var ekki ánægður með frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik. Hann ákvað að breyta til með því að setja Jóhann Berg Guðmundsson inn á fyrir Alfreð Finnbogason og setja Gylfa Þór fremstan með Kolbeini. Enda hafði lítið komið út úr Gylfa á kantinum, eins og fleirum í íslenska liðinu. „Gylfi er sífellt á hreyfingu og ég vildi fá hann framar á völlinn og betur inn í leikinn," sagði Lagerbäck. „Jóhann hafði líka staðið sig vel gegn Rússlandi enda með mikinn hraða og er öflugur í návígjum. Þetta tvær breytingar gengu eftir." Hann hrósaði svo öllu liðinu fyrir viðsnúninginn í seinni hálfleik. „Allt liðið sýndi annað og betra viðhorf í seinni hálfleik og það skipti mestu. Svo erum við með leikmann eins og Gylfa sem skoraði tvö frábær mörk. Það er alltaf hægt að vinna leiki með slíka leikmenn." Ísland komst mjög vel frá leiknum í gær, sérstaklega miðað við slakan fyrri hálfleik. Það gerir sigurinn enn sætari fyrir vikið. Ísland er nú í lykilstöðu í riðlinum og með þessu áframhaldi eru spennandi tímar í vændum fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Gylfi og Jóhann Berg í banni í næsta leik Gylfi Þór Sigurðsson, hetja íslenska liðsins í sigrinum á Slóveníu í kvöld, verður ekki með íslenska liðinu í næsta leik sem er á móti Slóveníu á Laugardalsvellinum í júní. Gylfi Þór fékk gult spjald eins og Jóhann Berg Guðmundsson og eru þeir báðir komnir í bann. 22. mars 2013 19:57 Kolbeinn: Ég á að nýta svona færi Kolbeinn Sigþórsson var kátur eftir leik Íslands og Slóveníu í gær en strákarnir unnu þá góðan 2-1 sigur eftir slakan fyrri hálfleik. 22. mars 2013 21:52 Eiður Smári: Getur orðið besta landslið sem Ísland hefur átt Eiður Smári Guðjohnsen lagði upp sigurmark Íslands gegn Slóveníu í undankeppni HM 2014 í kvöld, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 22. mars 2013 21:01 Lars: Alltaf hægt að vinna með leikmann eins og Gylfa Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari var vitanlega hæstánægður með 2-1 sigur Íslands á Slóveníu í Ljubljana í dag. 22. mars 2013 20:29 Gylfi: Sá hann í skeytunum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark í heimsklassa þegar hann jafnaði metin í leik Íslands og Slóveníu í kvöld. Leiknum lyktaði með sigri, 2-1, og skoraði Gylfi bæði mörkin. 22. mars 2013 20:56 Hannes: Menn eins og Gylfi gera gæfumuninn Hannes Þór Halldórsson átti flottan leik í marki íslenska liðsins í 2-1 sigri á Slóveníu í undankeppni HM 2014 í kvöld. 22. mars 2013 21:45 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson töfraði fram tvö glæsileg mörk sem dugðu til að tryggja Íslandi 2-1 sigur á Slóveníu í Ljubljana í gær. Það var reyndar fátt sem benti til sigurs eftir slakan fyrri hálfleik en Íslandi spilaði vel úr sínu í þeim síðari. Milivoje Novakovic færði sér hik í íslensku vörninni í nyt þegar hann kom heimamönnum yfir í gær en Gylfi jafnaði metin með stórglæsilegri aukaspyrnu snemma í síðari hálfleik og innsiglaði svo sigurinn á 78. mínútu eftir góðan undirbúnings varamannsins Eiðs Smára Guðjohnsen. „Þetta var góð tilfinning, sérstaklega eftir slappan leik af okkar hálfu. Við náðum aldrei boltanum niður og að komast í þann venjulega gír sem við viljum vera í. En þetta var erfiður leikur og sérstaklega gott að hafa unnið hann á útivelli," sagði Gylfi, sem neitar því ekki að aukaspyrnumarkið hafi verið eitt hans besta á ferlinum til þessa. „Þetta var frekar langt frá og gaman að sjá hann í skeytunum. Kolli var eitthvað að gera sig líklegan til að taka spyrnuna en það kom ekki til greina," sagði hann brosandi. „Það var svo jafnvel enn sætara að skora síðara markið og halda forystunni til loka. Við vörðumst allir vel síðustu 15-20 mínúturnar og Hannes tók 5-6 erfiða bolta. Hann á mikið hrós skilið, eins og allir í liðinu." Lars Lagerbäck var ekki ánægður með frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik. Hann ákvað að breyta til með því að setja Jóhann Berg Guðmundsson inn á fyrir Alfreð Finnbogason og setja Gylfa Þór fremstan með Kolbeini. Enda hafði lítið komið út úr Gylfa á kantinum, eins og fleirum í íslenska liðinu. „Gylfi er sífellt á hreyfingu og ég vildi fá hann framar á völlinn og betur inn í leikinn," sagði Lagerbäck. „Jóhann hafði líka staðið sig vel gegn Rússlandi enda með mikinn hraða og er öflugur í návígjum. Þetta tvær breytingar gengu eftir." Hann hrósaði svo öllu liðinu fyrir viðsnúninginn í seinni hálfleik. „Allt liðið sýndi annað og betra viðhorf í seinni hálfleik og það skipti mestu. Svo erum við með leikmann eins og Gylfa sem skoraði tvö frábær mörk. Það er alltaf hægt að vinna leiki með slíka leikmenn." Ísland komst mjög vel frá leiknum í gær, sérstaklega miðað við slakan fyrri hálfleik. Það gerir sigurinn enn sætari fyrir vikið. Ísland er nú í lykilstöðu í riðlinum og með þessu áframhaldi eru spennandi tímar í vændum fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Gylfi og Jóhann Berg í banni í næsta leik Gylfi Þór Sigurðsson, hetja íslenska liðsins í sigrinum á Slóveníu í kvöld, verður ekki með íslenska liðinu í næsta leik sem er á móti Slóveníu á Laugardalsvellinum í júní. Gylfi Þór fékk gult spjald eins og Jóhann Berg Guðmundsson og eru þeir báðir komnir í bann. 22. mars 2013 19:57 Kolbeinn: Ég á að nýta svona færi Kolbeinn Sigþórsson var kátur eftir leik Íslands og Slóveníu í gær en strákarnir unnu þá góðan 2-1 sigur eftir slakan fyrri hálfleik. 22. mars 2013 21:52 Eiður Smári: Getur orðið besta landslið sem Ísland hefur átt Eiður Smári Guðjohnsen lagði upp sigurmark Íslands gegn Slóveníu í undankeppni HM 2014 í kvöld, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 22. mars 2013 21:01 Lars: Alltaf hægt að vinna með leikmann eins og Gylfa Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari var vitanlega hæstánægður með 2-1 sigur Íslands á Slóveníu í Ljubljana í dag. 22. mars 2013 20:29 Gylfi: Sá hann í skeytunum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark í heimsklassa þegar hann jafnaði metin í leik Íslands og Slóveníu í kvöld. Leiknum lyktaði með sigri, 2-1, og skoraði Gylfi bæði mörkin. 22. mars 2013 20:56 Hannes: Menn eins og Gylfi gera gæfumuninn Hannes Þór Halldórsson átti flottan leik í marki íslenska liðsins í 2-1 sigri á Slóveníu í undankeppni HM 2014 í kvöld. 22. mars 2013 21:45 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Gylfi og Jóhann Berg í banni í næsta leik Gylfi Þór Sigurðsson, hetja íslenska liðsins í sigrinum á Slóveníu í kvöld, verður ekki með íslenska liðinu í næsta leik sem er á móti Slóveníu á Laugardalsvellinum í júní. Gylfi Þór fékk gult spjald eins og Jóhann Berg Guðmundsson og eru þeir báðir komnir í bann. 22. mars 2013 19:57
Kolbeinn: Ég á að nýta svona færi Kolbeinn Sigþórsson var kátur eftir leik Íslands og Slóveníu í gær en strákarnir unnu þá góðan 2-1 sigur eftir slakan fyrri hálfleik. 22. mars 2013 21:52
Eiður Smári: Getur orðið besta landslið sem Ísland hefur átt Eiður Smári Guðjohnsen lagði upp sigurmark Íslands gegn Slóveníu í undankeppni HM 2014 í kvöld, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 22. mars 2013 21:01
Lars: Alltaf hægt að vinna með leikmann eins og Gylfa Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari var vitanlega hæstánægður með 2-1 sigur Íslands á Slóveníu í Ljubljana í dag. 22. mars 2013 20:29
Gylfi: Sá hann í skeytunum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark í heimsklassa þegar hann jafnaði metin í leik Íslands og Slóveníu í kvöld. Leiknum lyktaði með sigri, 2-1, og skoraði Gylfi bæði mörkin. 22. mars 2013 20:56
Hannes: Menn eins og Gylfi gera gæfumuninn Hannes Þór Halldórsson átti flottan leik í marki íslenska liðsins í 2-1 sigri á Slóveníu í undankeppni HM 2014 í kvöld. 22. mars 2013 21:45