Fótbolti

Gylfi og Jóhann Berg í banni í næsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/AP
Gylfi Þór Sigurðsson, hetja íslenska liðsins í sigrinum á Slóveníu í kvöld, verður ekki með íslenska liðinu í næsta leik sem er á móti Slóveníu á Laugardalsvellinum í júní. Gylfi Þór fékk gult spjald eins og Jóhann Berg Guðmundsson og eru þeir báðir komnir í bann.

Gylfi fékk gula spjaldið í uppbótartíma leiksins en hann hafði einnig fengið gult spjald fyrir að fagna sigurmarki sínu í Albaníu.

Grétar Rafn Steinsson, Kári Árnason og Rúrik Gíslason voru ekki með í Slóveníu í kvöld þar sem þeir tóku út leikbann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×