Rannsókn lögreglu á meintum kynferðisbrotum manns á áttræðisaldri gegn tveimur piltum á Skagaströnd er á lokastigi. Málið verður sent til ríkissaksóknara á næstu vikum, að sögn lögreglu.
Piltarnir eru átján og nítján ára, og er annar þeirra barnabarns mannsins. Piltarnir réðust á manninn í byrjun febrúar og sátu um tíma í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar.
Í Fréttablaðinu 8. janúar segir að lögreglan hafi áður rannsakað kynferðisbrot mannsins gegn öðru barnabarni hans, sem er nú á þrítugsaldri. Hann hefur játað brotin að hluta og er það mál komið til ríkissaksóknara til ákærumeðferðar.
Rannsókn á lokastigi
