Fótbolti

Löw framlengir við Þjóðverja

Joachim Löw.
Joachim Löw.
Þýska knattspyrnusambandið greindi frá því í morgun að það væri búið að skrifa undir nýjan samning við landsliðsþjálfarann, Joachim Löw.

Nýi samningurinn gildir til ársins 2016 eða fram yfir lokakeppni EM það ár. Gamli samningurinn átti að renna út eftir HM næsta sumar.

Löw byrjaði sem aðstoðarmaður Jürgen Klinsmann hjá landsliðinu en tók síðan við sem aðalþjálfari árið 2006 og hefur staðið sig frábærlega.

Þýska landsliðið er sem stendur í öðru sæti FIFA-listans og tapaði ekki leik í undankeppni HM. Liðið fékk 28 stig af 30 mögulegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×