Tónlist

Frumsýnt á Vísi: Þú gætir fengið femínistablæti ef þú horfir á þetta vídjó

Ólöf Skaftadóttir skrifar
„Þetta er bara byrjunin,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra sem gefa út samnefnt lag í dag.

Þær lögðu mikið í gerð myndbands við lagið sem er hér frumsýnt á Vísi.

„Við tókum lagið upp á laugardaginn í stúdíóinu hjá Gnúsa Yones, og hann sá um taktsmíðar. Daginn eftir tókum við upp myndbandið, en það voru Helena Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson, sem leikstýrðu því,“ bætir Blær við.

Að sögn Blævar var ótrúlega gaman að gera myndbandið. 

„Það er kraftur í okkur. Það er svo gaman að vinna með þessum hópi, því við erum allar svo skapandi með sköp og við skiptum sköpum í samfélaginu,“ heldur Blær áfram.

„Við fórum til dæmis niður að Alþingishúsinu þar sem lögreglan var byrjuð að fylgjast með okkur, við erum svo harðar píur. Samt ekki lögbrjótar, en samt stundum,“ bætir Blær við.

Reykjavíkurdætur standa fyrir rappkvennakvöldi þann 27. desember næstkomandi á Gauknum, en kvöldin hafa vakið mikla athygli.

„Húsið opnar níu, og þar komum við allar fram, ásamt Betu Rokk sem hefur ekki stigið á stokk í áraraðir,“ segir Blær að lokum.

Reykjavíkurdætur eru: (í þeirri röð sem þær birtast)

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir

Ásthildur Sigurðardóttir

Valdis Steinarsdóttir

Sólveig Pálsdóttir

Tinna Sverrisdóttir

Salka Sól Eyfeld

Bergþóra Einarsdóttir

Anna Tara Andrésdóttir

Katrín Helga Andrésdóttir

Jóhanna Rakel Jónasdóttir

Salka Valsdóttir

Kolfinna Nikulásdóttir

Þuríður Blær Jóhannsdóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×