Óánægja meðal stéttafélaga með nýjan kjarasamning Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. desember 2013 20:29 Allt stefnir í að skrifað verði undir kjarasamning á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í kvöld. Forseti ASÍ segir að augljóst að verkalýðshreyfingin nái ekki öllum sínum markmiðum en óánægjan snúist fyrst og fremst að stjórnvöldum. Verkalýðsleiðtogi á Akranesi er hundóánægður með samninginn. Meiri líkur en minni eru að nýr kjarasamningur verði undirritaður í kvöld. Hann felur meðal annars í sér 5% launahækkun til þeirra sem lægstu laun hafa og 2,8% almenna launahækkun. Meðaltalshækkun launa verða um 10 þúsund krónur. Samningurinn sem skrifa á undir verður líklega til 12 mánaða með endurskoðun á langtíma samningi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er óánægður með þátt stjórnvalda í samningnum. „Ég tel að sú óánægja sem er innan verkalýðshreyfingarinnar í garð þessa samnings sé eitthvað sem snýr að stjórnvöldum. Það eru mikil vonbrigði með það að takist ekki að hækka skattleysismörkin, gagnvart lægstu tíund í launakerfunum sem ekki fá að njóta skattalækkanna,“ segir Gylfi.Sorgmæddur yfir samningnum Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness er vægast sagt óánægður með fyrirhugaðan samning. „Ég er eiginlega hálf sorgmæddur yfir þessum samningi sem er verið að fara að undirrita. Við getum gert miklu, miklu betur en þetta,“ segir Vilhjálmur. „Við verðum að átta okkur á því að innan okkar vébanda, sem tilheyra starfsgreinasambandi Íslands, eru sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa verið að skila hagnaði líkt og enginn sé morgundagurinn. Það liggur fyrir að heildarhagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru í kringum 80 milljarða í ár. Í mínum huga er það skammarlegt að laun verkafólks séu ekki lagfærð meira en raun ber vitni.“Vill berjast Vilhjálmur segir að 4-5 stéttarfélög innan starfsgreinasambandsins muni ekki skrifa undir samningin í núverandi mynd. Samningurinn ýti enn frekar undir launamun á milli þjóðfélagshópa og það komi ekki til greina í hans huga að skrifa undir slíkan samning. „Málið er einfalt. Ég vil berjast. Ég segi bara eins og Óli Þórðar í fótboltanum: Það þarf að taka á hlutunum, reima á sig takkaskónna og tækla þetta verkefni. Það hafa menn ekki verið að gera.“ Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira
Allt stefnir í að skrifað verði undir kjarasamning á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í kvöld. Forseti ASÍ segir að augljóst að verkalýðshreyfingin nái ekki öllum sínum markmiðum en óánægjan snúist fyrst og fremst að stjórnvöldum. Verkalýðsleiðtogi á Akranesi er hundóánægður með samninginn. Meiri líkur en minni eru að nýr kjarasamningur verði undirritaður í kvöld. Hann felur meðal annars í sér 5% launahækkun til þeirra sem lægstu laun hafa og 2,8% almenna launahækkun. Meðaltalshækkun launa verða um 10 þúsund krónur. Samningurinn sem skrifa á undir verður líklega til 12 mánaða með endurskoðun á langtíma samningi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er óánægður með þátt stjórnvalda í samningnum. „Ég tel að sú óánægja sem er innan verkalýðshreyfingarinnar í garð þessa samnings sé eitthvað sem snýr að stjórnvöldum. Það eru mikil vonbrigði með það að takist ekki að hækka skattleysismörkin, gagnvart lægstu tíund í launakerfunum sem ekki fá að njóta skattalækkanna,“ segir Gylfi.Sorgmæddur yfir samningnum Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness er vægast sagt óánægður með fyrirhugaðan samning. „Ég er eiginlega hálf sorgmæddur yfir þessum samningi sem er verið að fara að undirrita. Við getum gert miklu, miklu betur en þetta,“ segir Vilhjálmur. „Við verðum að átta okkur á því að innan okkar vébanda, sem tilheyra starfsgreinasambandi Íslands, eru sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa verið að skila hagnaði líkt og enginn sé morgundagurinn. Það liggur fyrir að heildarhagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru í kringum 80 milljarða í ár. Í mínum huga er það skammarlegt að laun verkafólks séu ekki lagfærð meira en raun ber vitni.“Vill berjast Vilhjálmur segir að 4-5 stéttarfélög innan starfsgreinasambandsins muni ekki skrifa undir samningin í núverandi mynd. Samningurinn ýti enn frekar undir launamun á milli þjóðfélagshópa og það komi ekki til greina í hans huga að skrifa undir slíkan samning. „Málið er einfalt. Ég vil berjast. Ég segi bara eins og Óli Þórðar í fótboltanum: Það þarf að taka á hlutunum, reima á sig takkaskónna og tækla þetta verkefni. Það hafa menn ekki verið að gera.“
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira