Enski boltinn

Barkley ekki til sölu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ross Barkley, miðjumaður Everton
Ross Barkley, miðjumaður Everton Mynd/Gettyimages
Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton hefur gefið út einfalda yfirlýsingu. Ross Barkley, miðjumaður liðsins er ekki til sölu, sama hvert boðið er.

Barkley hefur skotist fram á sjónarsviðið með góðum frammistöðum á þessu tímabili og skoraði sigurmark Everton úr aukaspyrnu gegn Swansea á sunnudaginn. Barkley hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum heims en Martinez er harðákveðinn að halda honum.

„Jafnvel þótt við fáum tilboð líkt og þegar Real Madrid keypti Bale þá munum við ekki líta á það í janúar. Ross er tákn fyrir okkur hvað við viljum gera hérna hjá Everton svo við munum ekki taka neinum tilboðum í janúar."

„Við verðum að taka réttar ákvarðanir og þetta er ekki spurning. Ross er á réttum stað á ferlinum og það er engin spurning hvort hann verði hérna í febrúar eða ekki," sagði Martinez. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×