Fótbolti

Tekur Beckham fram skóna á ný?

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Claure birti þessa mynd á Twitter, Beckham með Bolivar treyjuna
Claure birti þessa mynd á Twitter, Beckham með Bolivar treyjuna Mynd/Twitter
Marcelo Claure, eigandi bólivísku meistaranna Bolivar ætlar að reyna að fá David Beckham til að spila með liðinu. Claure og Beckham eru að vinna saman í því að stofna nýtt lið í MLS-deildinni.

Claure er talinn vera stærsti fjárfestirinn í hugmynd Beckhams um að stofna liðið en markmiðið er að stofna félagið í Miami árið 2015.

Beckham hætti knattspyrnuiðkun í vor eftir 20 ára feril þar sem hann spilaði með Manchester United, Real Madrid, AC Milan, PSG og LA Galaxy. Beckham sem er orðinn 38 ára myndi aðeins taka þátt í Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríku




Fleiri fréttir

Sjá meira


×