Enski boltinn

Manchester City óstöðvandi á heimavelli

Mynd/NordicPhotos/Getty
Mistök Simon Mignolet í uppbótartíma í fyrri hálfleik reyndist munurinn á Manchester City og Liverpool í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri Manchester City sem kemst upp í annað sæti með sigrinum.

Liverpool var fyrst til að koma boltanum í netið en Raheem Sterling var ranglega dæmdur rangstæður eftir að hann lék á Joe Hart og renndi boltanum í autt netið.

Stuttu seinna komst Sterling aftur einn innfyrir og í þetta skiptið var flagg dómarans niðri, Sterling lék á Joe Hart í markinu hjá City og þar var Coutinho mættur og kláraði færið.

Heimamenn voru ekki lengi að svara, sjö mínútum síðar reis Vicent Kompany hæst í teignum og skallaði boltann framhjá Simon Mignolet, landsliðsfélaga sínum í marki Liverpool.

Mignolet átti sökina á öðru marki City sem kom í uppbótartíma, Jesus Navas átti þá stungusendingu á Alvaro Negredo sem reyndi skrýtið skot sem Mignolet hefði eflaust geta varið en náði ekki að kýla boltann í burtu.

Liverpool fékk góð færi til að skora annað mark í báðum hálfleikjum en náðu ekki að koma boltanum framhjá Joe Hart og lauk leiknum því með 2-1 sigri Manchester City.

Liverpool féll niður úr fyrsta sæti niður í það fjórða í dag á eftir Arsenal, Manchester City og Chelsea, þremur stigum á eftir toppliði Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×