Enski boltinn

Arsenal aftur á sigurbraut

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mesut Özil
Mesut Özil Mynd/NordicPhotos/Getty
Arsenal náði toppsætinu aftur með 3-1 sigri á West Ham í dag. West Ham náði forskotinu í upphafi seinni hálfleiks en Theo Walcott og Lukas Podolski svöruðu með þremur mörkum á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik.

Eftir að hafa verið betri aðilinn í fyrri hálfleik lentu Arsenal undir þegar Carlton Cole skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi seinni  hálfleiks.

Heimamenn fengu ágætis færi til að bæta við en náðu ekki að nýta þau sem reyndist liðinu dýrt. Theo Walcott skoraði tvö mörk og Lukas Podolski eitt á rúmlega tíu mínútna kafla sem gerði út um leikinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×