Enski boltinn

Jones frá næstu vikurnar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Phil Jones og Ravel Morrison
Phil Jones og Ravel Morrison Mynd/Gettyimages
Phil Jones, varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins meiddist á hné á æfingu í vikunni og verður frá næstu vikurnar.

Manchester United staðfesti þetta fyrir leik liðsins gegn Hull í ensku úrvalsdeildinni. Jones meiddist á hné á æfingu í vikunni og er talið að hann missi af leikjum gegn Tottenham og Norwich í ensku deildinni, Swansea í bikarnum og fyrri leik liðsins gegn Sunderland í undanúrslitum deildarbikarsins.

Manchester United verður því án Jones, Robin Van Persie og Marouane Fellaini næstu vikurnar auk þess sem Rafael meiddist eftir aðeins kortersleik í dag. Stuðningsmenn Manchester United geta hinsvegar fagnað því að Michael Carrick sneri aftur í leikmannahóp rauðu djöflanna í dag eftir meiðsli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×