Enski boltinn

Eitt af mínum bestu mörkum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rooney, Hernandez, Januzaj og Cleverley
Rooney, Hernandez, Januzaj og Cleverley Mynd/Gettyimages
„Við þurftum að verjast mörgum löngum sendingum inn í vítateiginn okkar á síðustu mínútum leiksins en við gáfum allt í þetta og náðum mikilvægum sigri hér í dag,“ sagði Wayne Rooney, leikmaður Manchester United eftir 3-2 sigur liðsins gegn Hull í dag.

„Við byrjuðum leikinn illa og vorum að verjast illa. Í fyrsta markinu gleymi ég mínum manni í teignum og við þurftum strax að vinna upp forskot,“

Rooney lagði upp eitt og skoraði annað mark í leiknum.

„Þetta var eitt af mínum bestu mörkum og það hafði heilmikla þýðingu fyrir okkur. Við vorum ekki að ná réttum úrslitum í upphafi tímabilsins en við erum á ágætis skriði núna. Við reynum að halda þessu áfram og vonandi getum við komið fólki á óvart,“ sagði Rooney.

„Það er auðvelt að missa hausinn þegar maður lendir 0-2 undir strax í upphafi leiks. Hjá Manchester United reyniru að halda haus og við vissum að við ættum möguleika að komast aftur inn í leikinn,“ sagði Ashley Young eftir leikinn.

„Við sýndum góðan liðsanda, karakter og styrk með því að koma aftur. Þessi sigur gefur okkur meira sjálfstraust sem er gott fyrir leikina sem eru framundan,“ sagði Young.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×