Enski boltinn

Kári spilaði í sigurleik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kári Árnason
Kári Árnason Mynd/Gettyimages
Kári Árnason, leikmaður Rotherham United var að vanda í byrjunarliði Rotherham United og spilaði allar nítíu mínútur leiksins á miðjunni í 1-0 sigri á Bradford.

Rotherham sem eru nýliðar í C-deildinni hafa byrjað tímabilið vel og eru í sjötta sæti með 38 stig, fimm stigum fyrir ofan Swindon Town í sjöunda sæti.  Rotherham eru taplausir í síðustu átta leikjum í C-deildinni, liðið hefur alls nælt í 20 stig af síðustu 24 sem í boði voru.

Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahóp Wolves sem vann 2-0 sigur á Crewe á heimavelli. Björn hefur lítið fengið að spila á tímabilinu og hefur verið orðaður við brottför frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×