Enski boltinn

Kompany: Erfiðasti heimaleikur ársins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vicent Kompany að fagna marki sínu í leiknum
Vicent Kompany að fagna marki sínu í leiknum Mynd/Gettyimages
„Þetta var erfiðasti heimaleikur ársins hjá okkur, þessi þrjú stig eru gríðarlega mikilvæg og gefa okkur vonandi aukinn kraft," sagði Vicent Kompany, fyrirliði Manchester City eftir leikinn.

„Ég elska að spila svona leiki, hverja einustu mínútu af þessu og að berjast við Suarez í dag var frábært. Maður er í þessu til að spila svona leiki og við tókumst í hendur í lok leiks. Hann kann að meta svona baráttu líkt og ég,"

Með sigrinum fer Manchester City upp í annað sætið, stigi á eftir Arsenal í toppsætinu.

„Þetta er búið að vera skrýtið ár, öll liðin áttu í vandræðum í upphafi. Ég veit ekki hversu marga leiki við erum búnir að vinna en við virðumst ekki geta komist í efsta sætið," sagði Kompany.

Manuel Pellegrini var gríðarlega ánægður með sína menn eftir leikinn.

„Við sýndum frábæran karakter að vinna leikinn eftir að hafa lent undir. Við vissum að þeir myndu vera hættulegir í skyndisóknum en við náðum að skora tvö mörk og verjast vel á sama tíma," sagði Pellegrini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×