Bon Jovi með tekjuhæstu tónleikaferðina 16. desember 2013 10:09 Lengi lifir í gömlu glæðunum hjá Bon Jovi. MYND/EPA Bandaríska rokksveitin Bon Jovi var sú hljómsveit sem halaði inn mestum tekjum af tónleikum á árinu sem nú er að líða. Tímaritið Billboard, biblía tónlistariðnaðarins, tekur árlega saman lista yfir þær tónleikaferðir sem raka saman flestum aurunum það árið og í ár eru það rokkararnir frá New Jersey sem tróna á toppnum. Hljómsveitin spilaði fyrir rúmlega tvær milljónir manna á árinu á níutíu tónleikum víðsvegar um heiminn. Uppselt var á alla tónleikana og nam veltan rúmum tvöhundruð milljónum dollara. Í öðru sæti á listanum er Cirque du Solei, með sýningu sem tileinkuð var tónlist Michaels Jackson. Þar á eftir kemur síðan tónleikaferðalag bandarísku stjörnunnar Pink. Öldungarnir í Rolling Stones er sú breska sveit sem bestum árangri náði, en þeir verma sjötta sætið á listanum þrátt fyrir að hafa aðeins spilað á tuttugu og þremur tónleikum þetta árið. Rétt á undan Stones kom síðan annar rokkari frá New Jersey, Bruce Springsteen, sem átti gott ár og halaði inn tæpum 150 milljónum dollara.Þetta er í þriðja sinn sem Bon Jovi verma toppsæti listans, það tókst þeim einnig árin 2008 og 2010. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bandaríska rokksveitin Bon Jovi var sú hljómsveit sem halaði inn mestum tekjum af tónleikum á árinu sem nú er að líða. Tímaritið Billboard, biblía tónlistariðnaðarins, tekur árlega saman lista yfir þær tónleikaferðir sem raka saman flestum aurunum það árið og í ár eru það rokkararnir frá New Jersey sem tróna á toppnum. Hljómsveitin spilaði fyrir rúmlega tvær milljónir manna á árinu á níutíu tónleikum víðsvegar um heiminn. Uppselt var á alla tónleikana og nam veltan rúmum tvöhundruð milljónum dollara. Í öðru sæti á listanum er Cirque du Solei, með sýningu sem tileinkuð var tónlist Michaels Jackson. Þar á eftir kemur síðan tónleikaferðalag bandarísku stjörnunnar Pink. Öldungarnir í Rolling Stones er sú breska sveit sem bestum árangri náði, en þeir verma sjötta sætið á listanum þrátt fyrir að hafa aðeins spilað á tuttugu og þremur tónleikum þetta árið. Rétt á undan Stones kom síðan annar rokkari frá New Jersey, Bruce Springsteen, sem átti gott ár og halaði inn tæpum 150 milljónum dollara.Þetta er í þriðja sinn sem Bon Jovi verma toppsæti listans, það tókst þeim einnig árin 2008 og 2010.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“