Ozzy segir stjórnmálamenn notfæra sér dauða Mandela Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. desember 2013 16:20 Ozzy Osbourne (t.v.) segir það vera orðið klisju að stjórnmálamenn láti mynda sig með Nelson Mandela. myndir/getty Rokkarinn Ozzy Osbourne gagnrýnir stjórnmálamenn og segir þá notfæra sér dauða Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, til þess að bæta eigin ímynd. Í viðtali við breska tónlistartímaritið NME segist Osbourne þó ekki snerta á stjórnmálum. „Ég læt Bono um það. Hann er væntanlega ekki ánægður, nú þegar besti vinur hans (Mandela) er fallinn frá. En ég er ekki pólitískur. Ég söng lög um stjórnmál, stríð og fleira, en þeir (stjórnmálamenn) eru allir lygarar fyrir mér.“ Osbourne segir að fráfall Mandela sé sorglegt vegna þess að Mandela hafi verið tákn vonar fyrir marga. „En það er orðin klisja að láta mynda sig með Mandela. Hann virkaði eins og góður gaur en hann var 95 ára. Ég er viss um að hann hafi verið orðinn þreyttur.“ Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir þennan 65 ára gamla söngvara, sem skaust upp á stjörnuhimininn sem meðlimur hljómsveitarinnar Black Sabbath á áttunda áratug síðustu aldar. Í janúar sendi sveitin frá sér sína nítjándu hljóðversplötu, plötuna 13.Þá játaði söngvarinn það fyrir aðdáendum sínum í apríl að hann hefði undangengið eina og hálfa ár drukkið og notað fíkniefni, en hann hafði verið edrú í tæpan áratug. Myndband lagsins God Is Dead? af plötunni 13. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rokkarinn Ozzy Osbourne gagnrýnir stjórnmálamenn og segir þá notfæra sér dauða Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, til þess að bæta eigin ímynd. Í viðtali við breska tónlistartímaritið NME segist Osbourne þó ekki snerta á stjórnmálum. „Ég læt Bono um það. Hann er væntanlega ekki ánægður, nú þegar besti vinur hans (Mandela) er fallinn frá. En ég er ekki pólitískur. Ég söng lög um stjórnmál, stríð og fleira, en þeir (stjórnmálamenn) eru allir lygarar fyrir mér.“ Osbourne segir að fráfall Mandela sé sorglegt vegna þess að Mandela hafi verið tákn vonar fyrir marga. „En það er orðin klisja að láta mynda sig með Mandela. Hann virkaði eins og góður gaur en hann var 95 ára. Ég er viss um að hann hafi verið orðinn þreyttur.“ Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir þennan 65 ára gamla söngvara, sem skaust upp á stjörnuhimininn sem meðlimur hljómsveitarinnar Black Sabbath á áttunda áratug síðustu aldar. Í janúar sendi sveitin frá sér sína nítjándu hljóðversplötu, plötuna 13.Þá játaði söngvarinn það fyrir aðdáendum sínum í apríl að hann hefði undangengið eina og hálfa ár drukkið og notað fíkniefni, en hann hafði verið edrú í tæpan áratug. Myndband lagsins God Is Dead? af plötunni 13.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira