„Klárlega biðarinnar og kuldans virði“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. desember 2013 20:02 Æstir aðdáendur Hringadróttinssögu biðu tímunum saman fyrir utan afþreyingarbúðina Nexus í nótt. Þetta gerðu þeir til að freista þess að næla sér í miða á sérstaka forsýningu á kvikmyndinni Hobbitanum tvö. Hátt í tvö hundruð manns biðu í röð fyrir utan Nexus þegar fréttastofu bar að garði klukkan rúmlega hálf ellefu í dag. Hörðustu aðdáendurnir höfðu þá beðið fyrir utan búðina frá því klukkan fjögur um nóttina. Mikil spenna var í loftinu og aðdáendur létu slabbið ekki á sig fá. Þeir klæddu sig eftir veðri og höfðu með sér heitt kakó og klappstóla. Það er ljóst að J.R.R. Tolkien, höfundur Hringadróttinssögu og Hobbitans, á sér stóran aðdáendahóp á Íslandi. Guðmundur Stefánsson er einn þeirra, en hann fékk sér húðflúr með texta úr sögunum. „Myndirnar eru það stór hluti af mínu lífi að ég ákvað bara að fá mér þetta tattú fyrir nokkrum árum,“ segir Guðmundur, sem kom beinustu leið af næturvakt í röðina og var mættur klukkan átta í morgun. „Þetta er klárlega biðarinnar og kuldans virði. Ekki spurning.“ Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Æstir aðdáendur Hringadróttinssögu biðu tímunum saman fyrir utan afþreyingarbúðina Nexus í nótt. Þetta gerðu þeir til að freista þess að næla sér í miða á sérstaka forsýningu á kvikmyndinni Hobbitanum tvö. Hátt í tvö hundruð manns biðu í röð fyrir utan Nexus þegar fréttastofu bar að garði klukkan rúmlega hálf ellefu í dag. Hörðustu aðdáendurnir höfðu þá beðið fyrir utan búðina frá því klukkan fjögur um nóttina. Mikil spenna var í loftinu og aðdáendur létu slabbið ekki á sig fá. Þeir klæddu sig eftir veðri og höfðu með sér heitt kakó og klappstóla. Það er ljóst að J.R.R. Tolkien, höfundur Hringadróttinssögu og Hobbitans, á sér stóran aðdáendahóp á Íslandi. Guðmundur Stefánsson er einn þeirra, en hann fékk sér húðflúr með texta úr sögunum. „Myndirnar eru það stór hluti af mínu lífi að ég ákvað bara að fá mér þetta tattú fyrir nokkrum árum,“ segir Guðmundur, sem kom beinustu leið af næturvakt í röðina og var mættur klukkan átta í morgun. „Þetta er klárlega biðarinnar og kuldans virði. Ekki spurning.“
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira