Fótbolti

Búið að semja sambalag fyrir íslenska landsliðið

Spurning hvort íslenskir stuðningsmenn dansi samba í kvöld.
Spurning hvort íslenskir stuðningsmenn dansi samba í kvöld.
Einhverjir Íslendingar virðast vera komnir hálfa leið á HM í Brasilíu en íslenska landsliðið er aðeins tveim leikjum frá því að komast á sjálft heimsmeistaramótið.

Ef Íslandi tekst að leggja Króatíu í umspilinu verður Ísland fámennasta þjóðin til þess að spila á HM frá upphafi.

Trinidad & Tobago er fámennasta þjóðin sem hefur spilað á HM en þar búa um 1,3 milljónir manna.

Það er að vonum mikil stemning í landanum fyrir leikinn í kvöld. Á dögunum var gefin út endurútgáfa af stuðningsmannalagi Íslands - Áfram Ísland!

Samúel Jón Samúelsson hefur aftur á móti samið nýtt lag sem heitir "Við erum að koma." Sambaslagari sem á að hjálpa Íslandi að komast til Brasilíu.

Hlusta má á lagið hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×