"Strákarnir hjá Rotherham eru öfundsjúkir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2013 21:37 Miðvörðurinn Kári Árnason var silkislakur á inniskónum þegar hann gaf sig á tal við blaðamann á hóteli íslenska landsliðsins í Zagreb í kvöld. „Fyrir utan Kolla (Kolbein Sigþórsson) er staðan á okkur strákunum góð,“ sagði miðvörðurinn sem átti frábæran leik í hjarta íslensku varnarinnar í markalausa jafnteflinu í fyrri leiknum á föstudagskvöldið. Kári lét vel af ferðalaginu til Zagreb og vel hefði gengið að sofa um nóttina. Hins vegar hefði verið erfitt að ná sér niður aðfaranótt laugardags eftir leikinn. Úr varð um eins klukkustundar svefn. Hann væri þó á góðu róli í dag. Vörn íslenska liðsins hefur fengið verðskuldað hrós fyrir frammistöðu sína í undanförnum leikjum. Liðið hefur fengið á sig tvö mörk í fjórum leikjum frá því Sviss skoraði fjögur mörk í Bern. Hvað hefur liðið bætt? „Þetta er bara skipulagsatriði. Mér fannst við hafa spilað vel meirihlutann af þessari keppni. Það koma tveir leikir inn sem gera tölfræðina ekkert rosalega hagstæða fyrir varnarlínuna,“ segir Kári og á við 4-4 jafntefli í Sviss og 4-2 tapið gegn Slóvenum. „Þegar verið er að sækja á bakvörðum og boltinn tapast erum við að fá á okkur skyndihlaup sem er ekkert voðalega gaman að glíma við á þessu stigi. Þá er oft refsað og við lentum í því í þessum leikjum. Við höfum lagað það svolítið að vega og meta hvenær við förum með bakverðina upp og það hjálpar mjög mikið.“ Fjölmargir leikmenn Íslands spila með stórum liðum í Evrópu. Má nefna Tottenham, Cardiff, Sampdoria og Ajax í því samhengi. Kári spilar hins vegar með Rotherham í ensku C-deildinni. „Auðvitað myndi ég vilja vera að spila á hærra stigi og ég tel mig geta það. En hvað get ég gert?“ segir Kári léttur. Hann segir velgengni íslenska liðsins ekki hafa farið framhjá liðsfélögum sínum. „Þeim finnst þetta jú frekar lygilegt. Ég er oft mjög feginn að fá að fara og taka þátt í þessu. Þeir eru eiginlega bara öfundsjúkir,“ segir Víkingurinn uppaldi. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Miðvörðurinn Kári Árnason var silkislakur á inniskónum þegar hann gaf sig á tal við blaðamann á hóteli íslenska landsliðsins í Zagreb í kvöld. „Fyrir utan Kolla (Kolbein Sigþórsson) er staðan á okkur strákunum góð,“ sagði miðvörðurinn sem átti frábæran leik í hjarta íslensku varnarinnar í markalausa jafnteflinu í fyrri leiknum á föstudagskvöldið. Kári lét vel af ferðalaginu til Zagreb og vel hefði gengið að sofa um nóttina. Hins vegar hefði verið erfitt að ná sér niður aðfaranótt laugardags eftir leikinn. Úr varð um eins klukkustundar svefn. Hann væri þó á góðu róli í dag. Vörn íslenska liðsins hefur fengið verðskuldað hrós fyrir frammistöðu sína í undanförnum leikjum. Liðið hefur fengið á sig tvö mörk í fjórum leikjum frá því Sviss skoraði fjögur mörk í Bern. Hvað hefur liðið bætt? „Þetta er bara skipulagsatriði. Mér fannst við hafa spilað vel meirihlutann af þessari keppni. Það koma tveir leikir inn sem gera tölfræðina ekkert rosalega hagstæða fyrir varnarlínuna,“ segir Kári og á við 4-4 jafntefli í Sviss og 4-2 tapið gegn Slóvenum. „Þegar verið er að sækja á bakvörðum og boltinn tapast erum við að fá á okkur skyndihlaup sem er ekkert voðalega gaman að glíma við á þessu stigi. Þá er oft refsað og við lentum í því í þessum leikjum. Við höfum lagað það svolítið að vega og meta hvenær við förum með bakverðina upp og það hjálpar mjög mikið.“ Fjölmargir leikmenn Íslands spila með stórum liðum í Evrópu. Má nefna Tottenham, Cardiff, Sampdoria og Ajax í því samhengi. Kári spilar hins vegar með Rotherham í ensku C-deildinni. „Auðvitað myndi ég vilja vera að spila á hærra stigi og ég tel mig geta það. En hvað get ég gert?“ segir Kári léttur. Hann segir velgengni íslenska liðsins ekki hafa farið framhjá liðsfélögum sínum. „Þeim finnst þetta jú frekar lygilegt. Ég er oft mjög feginn að fá að fara og taka þátt í þessu. Þeir eru eiginlega bara öfundsjúkir,“ segir Víkingurinn uppaldi.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira