Fótbolti

Jóhann Berg: Við förum ekki of hátt upp í skýin

Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar
Jóhann Berg á æfingu landsliðsins í dag.
Jóhann Berg á æfingu landsliðsins í dag. Mynd/Vilhelm
„Það er fínt að fá eina æfingu á leikvellinum og komast að því hvernig hann er. Svo þarf bara að standa sig á morgun,“ segir landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson.

Jóhann Berg var í banastuði fyrir æfingu landsliðsins í Zagreb í gær. Kantmaðurinn segir skemmtilega stemmningu í hópnum sem endranær.

„Það er ekki annað hægt en að hafa gaman þegar maður er níutíu mínútum frá stærsta fótboltamóti í heimi. Þá verða menn að hafa gaman en um leið að vera með góðan fókus á leikinn á morgun. Við þurfum að koma okkur alla leið.“

Jóhann Berg viðurkennir að einstaka leikmenn

„Okkur dreymir alla um það eins og líklega alla þjóðina. Á morgun getum við gert draumin að veruleika. Við erum hins vegar einbeittir og förum ekki of hátt upp í skýin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×