Christian Bale gaf Ben Affleck ráð varðandi þvaglát Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. nóvember 2013 16:41 Bale telur að Affleck muni standa sig með prýði í hlutverki Leðurblökumannsins. mynd/getty Breski leikarinn Christian Bale, sem er þekktastur fyrir að leika Leðurblökumanninn í þríleik Christophers Nolan um hetjuna, hefur aðeins eitt að segja við arftaka sinn í hlutverkinu, Ben Affleck. „Ég ráðlagði honum að sjá til þess að hann gæti pissað í búningnum án aðstoðar,“ sagði Bale í samtali við Access Hollywood, og bætti því við að hann hefði þurft aðstoð við að sinna kalli náttúrunnar þegar hann var kominn í búning Leðurblökumannsins og þótti honum það niðurlægjandi. Bale segist gera ráð fyrir því að Affleck muni standa sig með prýði í hlutverkinu og óskar honum alls hins besta. „Hann er þaulreyndur leikari og kvikmyndagerðarmaður. Hann mun spjara sig.“ Ben Affleck mun fara með hlutverk Blökunnar í kvikmynd Zacks Snyder, Batman vs. Superman, sem væntanleg er í kvikmyndahús árið 2015. Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og skrifuðu að minnsta kosti 51 þúsund manns undir undirskriftalista á sínum tíma til þess að mótmæla vali framleiðendanna í hlutverkið. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Breski leikarinn Christian Bale, sem er þekktastur fyrir að leika Leðurblökumanninn í þríleik Christophers Nolan um hetjuna, hefur aðeins eitt að segja við arftaka sinn í hlutverkinu, Ben Affleck. „Ég ráðlagði honum að sjá til þess að hann gæti pissað í búningnum án aðstoðar,“ sagði Bale í samtali við Access Hollywood, og bætti því við að hann hefði þurft aðstoð við að sinna kalli náttúrunnar þegar hann var kominn í búning Leðurblökumannsins og þótti honum það niðurlægjandi. Bale segist gera ráð fyrir því að Affleck muni standa sig með prýði í hlutverkinu og óskar honum alls hins besta. „Hann er þaulreyndur leikari og kvikmyndagerðarmaður. Hann mun spjara sig.“ Ben Affleck mun fara með hlutverk Blökunnar í kvikmynd Zacks Snyder, Batman vs. Superman, sem væntanleg er í kvikmyndahús árið 2015. Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og skrifuðu að minnsta kosti 51 þúsund manns undir undirskriftalista á sínum tíma til þess að mótmæla vali framleiðendanna í hlutverkið.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira