Innlent

Fernanda á reki

Gissur Sigurðsson skrifar
Skipið er stórskemmt ef ekki ónýtt.
Skipið er stórskemmt ef ekki ónýtt. Landhelgisgæslan
Flutningaskipið Fernanda, sem var yfirgefið í gær eftir að eldur kom þar upp um hádegisbil, hefur rekið undan austanáttinni í nótt og er komið vestur á Selvogsbanka.

Varðskipið Þór dældi sjó í skipið eftir að það kom á vettvang í gærkvöldi, en um þrjú leitið í nótt var dælingu hætt, þar sem eldurinn virtist slokknaður og hitastigið um borð hafði snar lækkað. Spáð er norðanátt síðar í dag þannig að skipið gæti farið að reka til hafs. Ekki liggur fyrir hvernig brugðist verður við, en líklega verður sett dráttartaug í skipið og það dregið til hafnar. Þegar liggur fyrir að skipið er stór skemmt, ef ekki ónýtt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×