Innlent

Tollverðir tóku á móti skipverjum

Skipstjóri flutningaskipsins Fernanda ræðir við lögreglurmenn við komuna til Reykjavíkur.
Skipstjóri flutningaskipsins Fernanda ræðir við lögreglurmenn við komuna til Reykjavíkur. Mynd/Pjetur
Tollverðir og lögreglumenn tóku á móti skipverjum flutningaskipsins Fernanda þegar þeir lentu við stjórnstöð landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð á fjórða tímanum í dag. Þyrla landhelgisgælsunnar TF-GNA bjargaði mönnunum af skipinu Fernanda sem varð eldi að bráð í dag.

Lögreglumenn spjölluðu stuttlega við skipverjanna og báðu þá um að gera grein fyrir sjálfum sér. Skipverjarnir héldu svo í læknisskoðun.

Samkvæmt heimildarmönnum Vísis þá var skipstjórinn með vegabréf allra skipverja meðferðis og gat gert grein fyrir hverjir skipuðu áhöfn sína.

Skipverjarnir eru af erlendu bergi brotnir. Sjö þeirra frá Rússlandi, þrír frá Eistlandi og einn frá Úkraínu.

Skipverjar flutningaskipsins Fernanda.Mynd/Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×