Innlent

Skipverjarnir heilir á húfi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Skipverjarnir 11 sem þyrla landhelgisgæslunnar TF-GNA bjargaði fyrr í dag eru heilir á húfi samkvæmt upplýsingum frá landhelgisgæslunni. Þeir lentu fyrir stundu í Reykjavík og eru á leið í læknisskoðun þar sem líkamlegt ástand þeirra verður metið.

Mikill eldur er í flutningaskipinu Fernanda sem staðsett er 20 sjómílum suður af Vestmannaeyjum. Björgunarskipið Þór frá Vestmannaeyjum er enn á leið á slystað og freista slökkviliðsmenn um borð þess að slökkva eldinn.

Eldur kom upp í vélarrúmi skipsins og breiddi sig fljótt út. Brú skipsins var alelda þegar þyrla TF-GNA bjargaði skipverjunum. Skipið er vélarlaust og búast má við að skemmdir á skipinu verði talsverðar. Mjög erfiðar aðstæður eru á slysstað, mikill vindur og ölduhæð um 4,2 metrar.

Samkvæmt upplýsingum af vefsíðunni Marine Traffic þá átti skipið að koma til hafnar í Hafnarfirði á morgun. Þar átti skipið að sækja farm af minnkafóðri til útflutnings til Danmerkur.

Mynd/Landhelgisgæslan
Mynd/Landhelgisgæslan
Mynd/Landhelgisgæslan

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×