Innlent

Ennþá logar vel í skipinu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Mikill hiti er enn til staðar í skipinu.
Mikill hiti er enn til staðar í skipinu. Mynd/Landhelgisgæslan
Varðskipið Þór er komið að flutningaskipinu Fernanda klukkan korter yfir níu í kvöld þar sem skipið er staðsett suður af Surtsey.

Ennþá logar vel í skipinu og mikill hiti er til staðar.

Landhelgisgæslan mat aðstæður á staðnum í samráði við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og mun varðskipið nota slökkvibyssur við að kæla skipið að utanverðu næstu klukkustundirnar og er Lóðsinn frá Vestmannaeyjum ennþá á staðnum.

Ákvörðun verður tekin í fyrramálið með áframhaldandi björgunaraðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×