Fótbolti

Króatar án sigurs í síðustu fjórum leikjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Luka Modric, skærasta stjarnan Króata, í grasinu á Hampden Park í Glasgow á dögunum. Skotar unnu 2-0 sigur.
Luka Modric, skærasta stjarnan Króata, í grasinu á Hampden Park í Glasgow á dögunum. Skotar unnu 2-0 sigur. Nordicphotos/Getty
Þótt landslið Króatíu sé sterkt þá gæti verið góður tími til þess að mæta liðinu þessa stundina.

Liðið hafnaði í 2. sæti A-riðils undankeppni HM. Belgar fóru taplausir í gegnum riðilinn en Króatar höfnuðu í öðru sæti með 17 stig.

Riðillinn var nokkuð sterkur með Serbum, Skotum, Wales og Makedóníu. Króatar höfðu unnið sigur í fimm leikjum af sex þegar undankeppnin var rúmlega hálfnuð. Frá því liðið tapaði 1-0 heima gegn Skotum í júní hefur liðið gert jafntefli við Serba úti en tapað bæði gegn Belgum heima og Skotum úti.

Igor Stimac bauðst til þess að segja starfi sínu lausu í kjölfar lélegs gengis á lokastigum undankeppninnar. Forráðamenn knattspyrnusambandsins tóku vel í tillögu Stimac og réðu í starfið annan fyrrverandi landsliðsmann, miðjumanninn Niko Kovac.

Hér má sjá upplýsingar um gengi Króata í undankeppninni. Hægt er að smella á einstaka leiki til að skoða byrjunarlið og tölfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×