Fótbolti

Margir spenntir fyrir miðum á landsleikinn

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
KSÍ mun gefa nánari upplýsinar um miðasöluna á morgun.
KSÍ mun gefa nánari upplýsinar um miðasöluna á morgun. Mynd/Daníel
Margir bíða spenntir eftir upplýsingum um miðasölu á landsleik Íslands og Króatíu sem fram fer föstudaginn 15. nóvember á Laugardalsvelli.

Í tilkynningu frá KSÍ segir að ekki liggi fyrir hvenær miðasala muni hefjast en enn á eftir ganga frá nokkrum óvissuþáttum, eins og að ákveða klukkan hvað leikirnir hefjast.

Þegar það skýrist verður hægt að gefa nákvæmari upplýsingar um miðasöluna. KSÍ mun gefa nánari upplýsingar á morgun, þriðjudaginn 22. október en miðasala mun venju samkvæmt fara fram í gegnum miðasölukerfið hjá midi.is.

Það verður að teljast nokkuð öruggt að miðar á landsleikinn seljist upp, en miðar á síðasta landsleik Íslands gegn Kýpur seldust upp samdægurs. Þá var einnig uppselt á leik Íslands gegn Albaníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×