Fótbolti

ESPN spáir Íslandi sigri

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
ESPN telur Íslendinga hafa verið heppið með mótherja.
ESPN telur Íslendinga hafa verið heppið með mótherja.
Íþróttarásin ESPN spáir Íslandi sigri í pistli um umspilsleikina.

Í greininni segir frá því að komist Íslendingar áfram verði þeir fámennasta þjóð sögunnar til að komast á Heimsmeistaramótið. Þeir hafi verið heppnir með mótherja, en Króatar hafi ekki náð að vinna sigur í fimm leikjum í undankeppninni og séu nýbúnir að reka þjálfarann sinn.

Öfugt við glundroðann sem ríki hjá Króötum sé mikið hugrekki í íslenska liðinu sem leiddir séu af Gylfa Sigurðssyni, leikmanni Tottenham.

Þessi leikur geti farið í sögubækurnar, nema Króatar nái að snúa við blaðinu.

Að endingu er íslenska liðinu spáð sigri í viðureigninni.

Portúgal er spáð sigri gegn Svíum, Frakkar taldir vinna Úkraínu og Grikkir eru taldir bera sigur úr bítum gegn Rúmeníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×