Fótbolti

Eiður Smári heldur ekki vatni yfir Alfreð

Kolbeinn Tumi Daðson skrifar
Eiður Smári í jafnteflisleiknum í Noregi á dögunum.
Eiður Smári í jafnteflisleiknum í Noregi á dögunum. Mynd/Vilhelm
„Markaskorun hans undanfarin tvö tímabil hefur verið með ólíkindum og það sama er uppi á teningnum í ár.“

Þannig lýsir Eiður Smári Guðjohnsen samherja sínum Alfreð Finnbogasyni. Félagarnir eiga í mikilli samkeppni um stöðu í byrjunarliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

„Hann er markaskorari af guðs náð, þrífst á því að skora mörk, hefur frábærar hreyfingar og það besta er að hann er á besta aldri, 24 ára,“ bætir Eiður Smári við í samtali við fréttavef Sports Direct.

Eiður Smári, sem spilar með Club Brugge í Belgíu, er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins þótt honum hafi gengið illa að finna leiðina í markið undanfarin ár. Alfreð, sem er á mála hjá Heerenveen, er markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar.

„Hann mun taka stórt skref fram á við á ferli sínum fyrr en síðar. Hann getur enn bætt sig en um leið og hann spilar á stærra sviði þá hugsa ég að hann verði enn betri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×