Fótbolti

Þjálfari Króata ánægður að fá seinni leikinn heima

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kovac fagnar sigri á Þýskalandi á EM 2008.
Kovac fagnar sigri á Þýskalandi á EM 2008. Nordicphotos/Getty
Niko Kovac, þjálfari karlaliðs Króatíu í knattspyrnu, er ánægður með að hafa dregist gegn Íslandi.

„Forskot okkar er að fá úrslitaleikinn á okkar heimavelli í Zagreb,“ segir Kovac við vefmiðilinn Vecernji List.

Fyrri leikurinn verður á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 15. nóvember. Þriðjudaginn 19. nóvember verður spilað í Króatíu.

„Þetta verður þó ekki auðvelt því Ísland er með ungt og efnilegt lið auk þess sem Lars Lagerbäck er reyndur þjálfari,“ segir Kovac. Hann bendir á að sá sænski hafi reynslu af því að fara með Svía og Nígeríu á heimsmeistaramót.

Kovac mætti Lagerbäck í þrígang sem leikmaður og hafði betur í öll skiptin.

„Við verðum að undirbúa liðið vel. Það sem skiptir mestu máli er að allir verði heilir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×