Fótbolti

Guðlaugur Victor er ljósið í myrkrinu hjá Nijmegen

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðlaugur Victor lengst til hægri
Guðlaugur Victor lengst til hægri nordicphotos/getty
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður NEC Nijmegen, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur leikið mjög vel fyrir félagið á tímabilinu og er orðinn einn af lykilmönnum liðsins.

Guðlaugur gekk í raðir Nijmegen árið 2012 og hefur loks fundið sig vel hjá liði en miðjumaðurinn hefur verið á töluverðu flakki undanfarin ár.

Hollenska sjónvarpsstöðin FOX klippti saman brot sem sýnir frammistöðu Guðlaugs með liðinu og kallar hann ljósa punktinn í myrkrinu hjá Nijmegen.

NEC er í neðsta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með fimm stig.

Hér má sjá myndbandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×